Ský - 01.06.2007, Blaðsíða 23
sk‡ 23
ragna ingólfsdóttir
tvenndarleik hundrað prósent en þarf enn
að passa mig þegar ég spila einliðaleiki. Þetta
ætti að koma á næstu einum til tveimur
mánuðum.“
Hver er staða badmintoníþróttarinnar á
Íslandi?
„Þótt það séu margir sem stunda badminton
á Íslandi og með fastan völl kannski 1-2
í viku mættu vera fleiri að æfa það sem
keppnisíþrótt. Til dæmis þarf ég alltaf að
spila við strákana til að æfa mig eða þá ein
á móti tveimur stelpum. Ég fæ fáa góða
stelpuleiki á Íslandi og það er slæmt því
strákarnir spila öðruvísi. En áhuginn fyrir
badminton kemur svolítið í bylgjum og
núna erum við með efnilega unga krakka. Til
dæmis náði U15 liðið bronsi á alþjóðaleikum
ungmenna í liðakeppni nú um daginn. Þar
virðist vera efnilegt lið á ferðinni.“
Þrátt fyrir alla sína fræknu sigra og
algjöru yfirburði í greininni segist Ragna
alltaf eiga nóg af markmiðum til að ná. „Það
er árlegt markmið hjá mér að komast inn á
heimsmeistaramót einstaklinga og ég er að
fara á það mót í Malasíu í ágúst. Annað árlegt
markmið er að vinna Íslandsmeistaramótið
og svo þetta alþjóðlega mót, Iceland
International, sem mér tókst að sigra á í
fyrsta sinn þegar það var haldið síðast. Eins
er markmiðið alltaf að vinna þegar ég fer á
þessi mót í Evrópu og mér hefur tekist að
vinna tvö þeirra á þessu tímabili.“
Hvað með Evrópumeistaratitil?
„Auðvitað væri gaman að komast langt
á Evrópumótinu en það er mjög sterkt
mót. Þetta er orðið svolítið þannig að
asískir spilarar, sem eru farnir að dala í sínu
heimalandi, fara gjarnan til Evrópu og fá þar
ríkisborgararétt út á badmintonið. Síðan ráða
þeir ríkjum á Evrópumótinu. Asíuþjóðirnar
eru einfaldlega langbestar í badminton og þá
sérstaklega Kínverjar. Af Evrópuþjóðunum
eru Englendingar og Danir fremstir.“
En hvað gerir einn badmintonleikara fremri
öðrum?
„Eins og í mörgum íþróttum skiptir
leikskilningur máli. Spilararnir eru svo
misjafnir. Þótt þú sért í raun mun betri en
andstæðingurinn þarf það ekki að þýða að
þú vinnir hann létt. Það er nauðsynlegt
að vera fljótur að átta sig á hvernig hann
spilar og hvað er sniðugt að gera á móti
honum. Því þarf maður að vera fljótur
að hugsa og stundum svolítið sniðugur í
hausnum. Maður þarf auðvitað að vera
sterkur í fótunum og búa yfir bæði snerpu
og ákveðinni taktík. Leikirnir geta líka orðið
langir og því er gott úthald nauðsynlegt,“
segir Ragna Ingólfsdóttir að lokum. sky
,
Maður þarf að vera fljótur að hugsa og stundum svolítið sniðugur í hausnum.