Ský - 01.06.2007, Page 27
sk‡ 27
áhugamál ráðherra
Einar Kristinn Guðfinnsson, sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra,
fékk áhuga á útivist fyrir sjö árum. „Ég og eiginkona mín, Sigrún
Þórisdóttir, gengum þá um Strandirnar í fyrsta skipti í fylgd góðra
vina. Áhuginn á útivist ágerðist og á sumrin er ég vanur að ganga úti
í náttúrunni og fara á fjöll í gönguskóm og í útivistarfatnaði þegar ég
er í kjördæminu mínu.”
Einar Kristinn segist vera í heimsins besta gönguhópi en í honum
eru vestfirskir vinir hans. „Við höfum farið árlega í fimm til sjö daga
gönguferð um Strandirnar og er ferðinni heitið þangað aftur í sumar.
Hópurinn hefur tvisvar sinnum farið í gönguferðir í útlöndum. Í fyrri
ferðinni gengum við um Toscanahérað á Ítalíu en í þeirri síðari
gengum við um hið fallega fjalllendi í Slóveníu. Ákveðið er að fara í
gönguferðir til útlanda annað hvert ár.”
Einar Kristinn segir að göngurnar gefir sér líkamlegan kraft og
andlega vellíðan. „Þetta hreinsar hugann. Þegar maður er á göngu er
hugurinn bundinn við það en ekki við eril hversdagsins.”
Einar Kristinn Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra
Hreinsar hugann
Einar Kristinn Guðfinnsson. ,,Þegar maður er á göngu er
hugurinn bundinn við það en ekki við eril hversdagsins.”
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur um árabil stundað sund og
göngur sér til heilsubótar. Hann er vanur að ganga hring fyrir neðan
kirkjugarðinn í Fossvogi og síðan upp Öskjuhlíðina á malbikuðum stíg
vestan í hlíðinni. „Í brekkunni þar reynir nokkuð á þolið.” Þessi leið
tekur um 50 mínútur. ,,Ég get líka valið mér styttri og léttari hringi
á þessum slóðum og helst vil ég fara einhvern hringinn daglega. Auð
vitað ræðst það þó af því hvort tími gefst til þess.”
Björn segir að fyrir utan að bæta eða viðhalda hinni líkamlegu heilsu
felist hugarhvíld einnig í göngu.
Dómsmálaráðherrann stundar qigong þrjá morgna í viku frá september
fram í júní með hópi fólks sem hann segir að hafi kynnst því hve
mikils virði sé að gefa sér þennan tíma fyrir sjálfan sig. „Hópur okkar
hagar æfingum sínum í samræmi við leiðsögn og æfingar mótaðar af
Gunnari Eyjólfssyni leikara.”
Björn segir að qigong krefjist ekki líkamlegs erfiðis heldur einbeitingar
og virðingar fyrir hverri æfingu. „Qigongæfingar skipta þúsundum en
allar miða þær að því að auka lífsorkuna með því að opna orkustöðvar
og er qigong á þann veg nátengt kínverskum nálarstungulæknisað
ferðum. Qigong byggist á því að stilla saman einbeitingu hugar og
líkama í þágu aukins og opnara orkuflæðis.”
Björn gekk í gegnum alvarleg veikindi á vormánuðum og hann segist
viss um að ástæða þess að sér hafi tekist á tiltölulega skömmum
tíma að ná sér eftir þau og mikinn uppskurð að hann er vel á sig
kominn líkamlega og andlega.
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra
Til að auka lífsorkuna
Björn hefur gaman af útivist. Hér er hann
með dóttursonum sínum Orra og Bjarka.