Ský - 01.06.2007, Síða 34

Ský - 01.06.2007, Síða 34
 3 sk‡ Magnús Þorlák­ur stund­ar nám við­ Eð­lisf­ræð­id­eild­ II í MR en í sumar starf­ar hann hjá Jaf­ningjaf­ræð­slu Hins hússins. Hann er f­æd­d­ur og uppalinn í Vesturbænum og rek­ur ættir sínar á suð­vesturhorn land­sins. Huld­ar Breið­f­jörð­ hringd­i í Magnús Þorlák­ og f­ék­k­ að­ leggja f­yrir hann f­áeinar spurningar til við­bótar. - Hvaðan kemur öll þessi vitneskja? Ég er fréttafíkill og skoða alla fjölmiðla oft á dag. En ég les líka töluvert og það að hafa verið í Gettu betur liði MR var auðvitað góð þjálfun. Mest af þessu kemur þó bara einhvers staðar frá og án þess að ég geti sérstaklega hent reiður á því. - Um hvaða svið ertu fróðastur? Ég er sterkur í íþróttum, dægurmenningu, stjórnmálum og málefnum líðandi stundar. Mannkynssaga tuttugustu aldar er líka svið sem ég stúderaði svolítið fyrir MR-liðið og þykist nokkuð fróður um. En ég er veikari þegar kemur að gamalli Íslandssögu og klassískri tónlist og þeim sviðum sem 18 ára unglingar eru yfirleitt ekki mikið að láta sig varða. - Hvað heitir asninn í Shrek og hver talar fyrir hann? Ég man ekki hvað asninn heitir en Eddie Murphy talar fyrir hann í ensku útgáfunni. (Rétt svar er Donkey og Eddie Murphy talar fyrir hann) - Eru vinirnir ekki alveg hættir að þora að efast um það sem þú segir? Jú, ætli það ekki. Að vísu ákvað einn vinur minn að veðja við mig 5000 krónum um hvenær Lenín dó en ég reyndist hafa rétt fyrir mér. Daginn eftir sendi hann mér SMS skilaboð og sagði að ártalið hefði verið vitlaust í bókinni sem hann hafði verið að stúdera. Ég lét hann ekki borga mér peninginn, bara gefa mér einn bjór. - Hver er barnsfaðir Kryddpíunnar Mel B? Eddie Murphy. (Rétt svar er Eddie Murphy) -Var munur á því hvernig þú undirbjóst þig fyrir Gettu betur og Meistarann? Í Gettu betur keppninni er maður hluti af ákveðinni liðsheild og á keppnisdag fengum við frí í skólanum. Þá einbeittum við okkur að því að ná upp góðri stemningu í hópnum, fórum í sund og tókum því rólega. En ég undirbjó mig ekkert sérstaklega fyrir Meistarann. Enda var ég ekki með neinar væntingar um að fara langt í þeirri keppni þótt það yrði frábært að græða kannski 100-200 þúsund kall. Ég bara mætti í einhverjum fínum fötum og svaraði þeim spurningum sem fyrir mig voru lagðar. Eitt sinn fór upptakan á þættinum fram á sama tíma og leikur Manchester United og AC Milan og þá stóð ég sjálfan mig að því að vera með áhyggjur af leiknum í miðjum þætti. Reyndar held ég að það sé minni styrkur í svona keppnum að verða ekki stressaður. - Hver lék aðalhlutverkið í kvikmyndinni Norbit? Það var líka Eddie Murphy. (Rétt svar er Eddie Murphy.) - Hvað ætlarðu að gera eftir MR? Ætli það sé ekki þetta týpíska, að ferðast og fara í háskóla. En hvert ég fer og hvað ég læri á algerlega eftir að koma í ljós. Mitt vandamál þegar kemur að því að velja háskólanám er að ég hef áhuga á svo mörgu. Ég er svolítið heitur fyrir að fara í hagfræði eða eitthvað sem sameinar raungreinar og félagsvísindi en er samt mjög óákveðinn ennþá. - Hver eru helstu áhugamálin? Ég æfði fótbolta upp yngri flokka KR og mæti á flesta leiki liðsins. Jafnframt hef ég gaman af tónlist og málefnum líðandi stundar. Ég hef líka mikinn áhuga á stjórnmálum og félagsmálum. Til dæmis Það er líklega óhætt að fullyrða að hinn 18 ára magnús Þorlákur lúðvíksson sé manna fróðastur á Íslandi um þessar mundir. allavega virtist hann fara frekar létt með það síðastliðið vor að sigra í tveimur erfiðustu spurningakeppnunum sem haldnar eru hér á landi. á milli þess sem hann tók þátt í sigurgöngu liðs mr í Gettu betur keppninni lagði hann hvern andstæðinginn af öðrum í meistaranum á stöð 2. Og stóð uppi sem sigurvegari í báðum keppnum. Meistarinn getur betur texti: Huldar Breiðfjörð • mynd: Páll Kjartansson

x

Ský

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.