Ský - 01.06.2007, Blaðsíða 36

Ský - 01.06.2007, Blaðsíða 36
 36 sk‡ Um lífshlaup Ástu Sigurðardóttur skáldkonu I. Fannar fornbókasali sagði mér í óspurðum fréttum að Júlli rakari væri kominn í bindindi. „Hvað meinarðu?“„Hvað meina ég? Júlli er hættur að drekka.“ „Drakk hann?“ „Vissirðu það ekki?“ „Nei, ég hef aldrei séð hann fullan.“ „Það er bara af því þú stundar ekki kráarlífið. Hann klippir aldrei fullur, hann Júlli, hann klippir timbraður. Hefurðu ekki tekið eftir því?“ „Jú, það getur svo sem vel stemmt.“ Fannar sat við tölvuna og leit ekki upp úr henni. Hann lét eins og hann hefði engan áhuga á því að tala við mig en þó hafði hann byrjað samtalið. Hann var í dökkgrænni skyrtu og þegar ég færði mig að borðinu til hans sá ég enn dekkri svitabletti undir handarkrikunum. Ég kíkti yfir öxlina á honum og sá að hann var að blogga. Hausinn á bloggsíðunni var kunnuglegur með yfirskriftinni: Fitnað á fjósbitanum. Til hliðar var lítil ljósmynd af Fannari, glaðbeittum með veiðihatt á höfðinu. Ég vissi ekki til að hann stundaði veiðar. Hann hamraði á lyklaborðið eins og hann vissi ekki af mér. Það var skallablettur á kollinum á honum. Hann var 37 ára en leit út fyrir að vera fimmtugur. Ég hafði komið inn í búðina í leit að gömlum harðsoðnum reyfurum á ensku, fór að róta í hillunum og fann spæjarasögu frá árinu 1950. Á kápuljósmyndinni var höfundurinn með pípu í munninum. Sá hafði ekki átt amalega ævi, hamrað glæpasögur á þunglamalega ritvél allan daginn, hálfhulinn pípureyk, og af og til skroppið út í banka, tóbaksbúðina og krána á götuhorninu þar sem hann hugsaði upp næsta kafla í sögunni yfir bjórglasi. Ég lagði bókina á borðið. Fannar gaf henni hornauga, hætti að hamra á lyklaborðið, tók upp bókina og skoðaði hana. „Áttu fimmhundruð kall?“ spurði hann afsakandi og ég rétti honum debetkortið. „Fór Júlli í meðferð?“ Fannar horfði undrandi á mig. Hann var glettilega þekkt andlit, kannski hafði ég séð hann jafnoft í fjölmiðlum og augliti til auglitis. Hann birtist stundum sem pólitískur álitsgjafi í umræðuþáttum, sem glúrinn fulltrúi óflokksbundinnar þjóðarsálar, fornbókasalinn kankvísi með sitt sérstaka sjónarhorn. Hann þekkti alla í bænum og oft þegar birtust samkvæmismyndir í blöðunum af frægu fólki var Fannar í bakgrunninum. „ „Neineinei. Hann Júlli fer aldrei í meðferð. Þetta er bara árlega bindindið hans. Hann drekkur yfirleitt ekki frá áramótum og fram á vor. Svo fer hann að smásulla í bjór í apríl-maí. Það eykst um sumarið og á haustin er ástandið yfirleitt orðið svo slæmt að hann sofnar dauðadrukkinn hvert einasta kvöld. Einhvern veginn þraukar kallinn fram að áramótum án þess að loka stofunni og fara í ræsið - en svo á nýársdag byrjar bindindið.“ „Hann er þá búinn að vera edrú í einhvern tíma núna?“ „Fimm vikur. Hann hringdi í mig rétt áðan, bara virkilega hress kallinn, sagði að sér hefði aldrei liðið betur.“ Það gat alveg staðist að Júlli klippti mig alltaf timbraður. Ég hafði bara ekki hugsað út í það. Hann var á sextugsaldri, stórskorinn og þrútinn í framan. Hann var með töluverða ístru en tjásuleg hárgreiðslan virkaði móðins og þykkt hárið skartaði ljósum strípum - því kom hann mér fyrir sjónir eins og maður sem hefur lokast inni í hnakkapartíi áratugum saman. Júlli heilsaði manni yfirleitt með svip sem virtist gefa til kynna að hann óskaði þess heitast að maður léti sig hverfa út um dyrnar aftur. Hann vísaði manni með þögulli bendingu í rakarastólinn og tók orðalaust til starfa. Eftir dálitla stund lét hann einhverja athugasemd flakka um það sem efst var á baugi í þjóðmálunum. Ég svaraði og áður en yfir lauk höfðu spunnist þokkalegar samræður. Þannig að ef Júlli þjáðist daglega af timburmönnum þá virkuðu þeir bara ágætlega og hann klippti vel. Ég leit í kámugan spegil á leiðinni út í vetrarmyrkrið. Mér veitti ekki af klippingu. Ég velti því fyrir mér hvort Fannar væri að tala svona um mín mál við fólk úti í bæ. Mér komu þessir menn ekki við, Fannar og Júlli, en maður ræður oft litlu um það hverjir verða á vegi manns. Maður situr uppi með eitthvað allt annað en maður hefði kosið. II. Í mörg ár áður en það hvarflaði að mér að skilja við Maríu átti ég mér dagdrauma um að búa einn í miðbænum, í lítilli og látlausri íbúð. Þar undi ég mér vel í afskiptaleysi og þögn og frelsi, las reyfara og horfði á það sem mig lysti í sjónvarpinu. Stundum heimsóttu mig huggulegar konur. Ég nennti yfirleitt ekki að fá sömu konuna oft í heimsókn. Í raunveruleikanum gáfu konur mér auga, það var ekki um að villast þegar ég spókaði mig í miðbænum eða skrapp á krá með vinnufélögum. Stundum var loftið mettað sjensum og það var bara spurning um að velja. En auðvitað gerði ég ekkert, harðgiftur maðurinn en augnakontöktin vöktu upp hugsanir um ljúfa lífið sem ég gæti lifað ef ég væri laus og liðugur. Við María vorum jafnaldrar, höfðum verið saman síðan við vorum 18. Hún leit út fyrir að vera sú miðaldra, feitlagna, kynkalda og sínöldrandi kona sem hún var, en ég leit hins vegar ennþá út fyrir að vera ungur maður þó að ég væri kominn yfir fertugt. Lengi fannst mér virkilega notalegt að koma heim til mín, í þetta hlýja skjól vanans. En stundum alveg upp úr þurru þyrmdi leiðanum yfir mig. Það þurfti ekki mikið til, ég var til dæmis bara að raða diskum og glösum í uppþvottavélina og heyri þá í Maríu frammi kalla á stelpuna: „Elsa Kristjánsdóttir, viltu gjöra svo vel að koma hingað og hirða upp fataleppana þína af baðherbergisgólfinu.“ Þá andvarpaði ég þungt og óskaði þess heitast að vera staddur einn í dagdraumaíbúðinni minni í miðbænum. Það var svo sem ekkert að hjá okkur Maríu en við rifumst um allt og ekkert, þó aðallega um smámuni. Þetta var slæmur ávani Skjólið Smásaga eftir Ágú­st Borgþór Sverrisson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.