Ský - 01.06.2007, Qupperneq 43
stutt og laggott
sk‡ 3
Nafn: Páll Bergþórsson.
Fæðingardagur: 13. ágúst 1923.
Stjörnumerki: Ég er ljón og játa þann
barnaskap að lesa stundum bull um það
í blöðum.
Gæludýr: Engin, nema ef vera skyldi
músarrindillinn milli trjánna og máríátlan
trítlandi með hausinn tifandi fram og aftur
fyrir utan húsið, eða svangir eftirleguþrestir
á vetrardegi.
Uppáhaldsmatur: Allt sem að kjafti kemur.
Uppáhaldsdrykkur: Silfurtært og svalandi
lindarvatn.
Mottó: Hvers vegna ekki?
Les í kort í stað nótna
Páll Bergþórsson segist vera glaður
og undrandi í hvert sinn sem hann
vaknar og fær að sjá morgunsólina einu
sinni enn. Gamla viðfangsefnið hans,
veðurfræðin, lætur hann ekki alveg
í friði og stundum á andvökunóttum
reikar hugur hans langt norður á
hafísslóðir þar sem hann þykist
finna lykil að ýmsum leyndardómum
loftslagsins um gervalla jörðina.
Páll segist eiga erfitt með að lýsa sér sem
barni en vitnar í atvik frá því hann var níu
ára gamall drengur;
„Það vill svo til að ég á bréf sem ég
skrifaði Helga Hjörvar útvarpsmanni og
vonandi segir bréfið ekki ósatt um piltinn.
Pabbi, sem áður hafði fengist við kennslu,
lét okkur systkinin endursegja og skrifa
sögurnar sem sagðar voru í barnatímunum.
Helgi var gamall skólabróðir hans, svo að
ég sendi honum eina endursögnina, söguna
um Rósina frá Ríó en Helgi sendi mér um
hæl bréf og myndir úr útvarpssal. Síðar varð
hann mér hollur ráðgjafi þegar ég fór að
flytja útvarpserindi um veður mánaðarins.
Helgi geymdi bréfið frá mér en þegar hann
fann feigðina nálgast rúmum 30 árum síðar
kom hann því til mín ásamt gamalli dagbók
hans norðan úr Víðidal þar sem hann kenndi
frænku minni ungur maður,“ útskýrir Páll.
Kröfuharður á sjálfan sig
Bergþór er þriðja og jafnframt yngsta barn
Páls og Huldu Baldursdóttur. Páll segist hafa
fyllst hrifningu og undrun þegar Bergþór
kom í heiminn líkt og með hin börnin.
„Barnið var vel lukkað, með tíu fingur
og tíu tær. Hann var afar elskulegt barn en
um leið var dálítið erfitt hvað hann vildi
hafa góðan frágang á öllu sem hann gerði,
teikningum, skrift eða öðru handverki.
Nærmynd af feðgum
Bergþór, Páll og Bragi
texti: Erla Gunnarsdóttir • mynd: Fjölskyldualbúm