Ský - 01.06.2007, Side 53

Ský - 01.06.2007, Side 53
 sk‡ 53 Aðdáunarvert var hvað hann náði sér fljótt eftir svall fram eftir ævi. En Bakkus krafði hann óneitanlega um þyngri skatt en nokkur maður fær innt af hendi. Ég kynntist Vilhjálmi frá Skáholti strax á fyrstu árum mínum í Reykjavík og naut þá Guðjóns og Sigfúsar Halldórssona, en þeir bræður voru einkavinir skáldsins. Mér duldust ekki ófarir Vilhjálms. Víst var hann breyskur maður og hrösunargjarn. Þó sópaði að honum eigi síður sem manni en skáldi. Hann var mikill að vallarsýn og karlmenni, fríður og sviphreinn, en skapríkur og stundum þunglyndur. Hann var einstakur barnavinur og kunningjum sínum trúr og tryggur, hjálpsamari drengur var vandfundinn, enda þekkti Vilhjálmur frá Skáholti manna best mótlæti og vonbrigði. Skapgerð hans var heilsteypt og honum leið vel á góðra vina fundi þó að hann viki stundum af alfaraleið og rækist illa í flokki. Hann var í fátækt sinni og umkomuleysi heiðvirður og sjálfstæður maður. Það glóði jafnvel á hann í sorpinu.“ Ó, þér unglingafjöld Gamlir Vesturbæingar sem greinarhöfundur ræddi við um Vilhjálm sögðu að hann hefði verið fyrirferðarmikill þegar hann var áberandi drukkinn og krakkar hefðu stundum verið hræddir við hann. Slíkt var ástæðulaust því skáldið var barngott með eindæmum og veitti oft ís á allan hópinn af örlæti sínu. Slíkar uppákomur voru ekkert einsdæmi í Vesturbæ Reykjavíkur á sjötta áratugnum og Pétur Gunnarsson rithöfundur Vilhjálmur frá Skáholti

x

Ský

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.