Ský - 01.06.2007, Page 54

Ský - 01.06.2007, Page 54
 5 sk‡ hefur gert örlæti götuskáldsins ódauðlegt í bók sinni Ég­ um mig­ frá mé­r til mín sem Iðunn gaf út 1978. Þar segir svo: „Í miðjum klíðum birtist Vilhjálmur frá Skáholti, holdtekja íslenska skáldrónans. Það var eins og öllum létti við að fá einstakling sem þorði að fara yfir strikið og tjá lífið. „Ó­, þér unglingafjöld!“ hrópaði hann með dramatískri sveiflu og pantaði ís á hópinn. Þegar afgreiðslustúlkan sinnti því engu, mokaði hann seðlum upp úr vösunum, mörgumsinnum fulla lúku og hlóð á afgreiðsluborðið. Hvaða sósu? spurði stúlkan skeptísk. Krækiberja. Ekki til. Einiberja. Því miður. Við erum bara með jarðaberja, súkkulaði og ananas með bitum. Hvaða bitum? spurði skáldið áhugasamt. Í því birtist lögreglan og hafði meira áhuga á skáldinu en skrílnum. Síðan hvenær voru íslensk skáld með fulla vasa af seðlum. Íslands fullorðnu synir! hrópaði Vilhjálmur og reyndi að innlima þá í íshópinn. Lögreglan var lögð af stað með hann út þegar einhver benti á að hann væri nýbúinn að fá listamannlaun, hvort hann mætti ekki kaupa ís fyrir sína peninga, erum við í Sovétríkjunum. Skáldið heimtaði að lögreglan fengi líka ís og spurði með áfergju: Hvaða bragð? Hvaða bragð? Klofbragð, sagði einhver. Með bitum, bætti annar við og lögreglan tók að ryðja ísbúðina. Skáldið og ísdrottningin stóðu eftir ein og reyndu í sameiningu að finna rétta bragðið.“ Barngott ljú­fmenni Þannig varð það hlutskipti Vilhjálms að verða nokkurs konar foringi útigangsmanna í Reykjavík eins og Helgi Sæmundsson lýsir honum og Bakkus hafði alla ævi býsna föst tök á Vilhjálmi. Vilhjálmur var það sem kallað er að vera túramaður á máli drykkjumanna. Hann átti alltaf fast heimili einhvers staðar í Reykjavík og í lífi hans skiptust alla tíð á tímabil þar sem hann vann hörðum höndum fyrir sér við ýmis verkamannastörf en hann þótti verklaginn og duglegur. Svo komu tímar þar á milli þegar Vilhjálmur sinnti lítt starfi og helgaði sig þjónustu við Bakkus konung. Vilhjálmur var snyrtimenni og lagði alltaf mikið upp úr því að vera hreinn og snyrtilegur til fara jafnvel þótt drykkjan stæði lengi og skar sig þannig alltaf nokkuð úr hópi félaga sinna. Vilhjálmur var hávær og glaðlyndur og ávarpaði vegfarendur með þrumuraust þegar hann var við skál og sýndist því vera talsvert fyrirferðarmeiri en hann í rauninni var því þeir sem þekktu Vilhjálm segja allir hann hafa verið barngott ljúfmenni og afar skemmtilegan félaga. Vilhjálmur naut ekki skólagöngu frekar en margir aðrir verkamannasynir á þessum tíma en hann var eitt ár á lýðháskóla í Danmörku þegar hann var um tvítugt og dvaldi síðar um tíma í Danmörku svo hann var sigldur og nokkuð forframaður á þeirra tíma mælikvarða. Vilhjálmur fékkst við ýmis verkamannastörf um dagana en var sérstaklega eftirsóttur í múrverk og starfaði iðulega sem múrari. Margir Reykvíkingar muna þó eftir honum sem eða kaupmanni í lítilli blómabúð og gjafavöruverslun í kjallara við Aðalstræti eða Vallarstræti nánar tiltekið við hornið á Hallærisplaninu svokallaða Þar gat orðið glatt á hjalla þegar skálabræður Vilhjálms sóttu hann heim og sátu lengi. Þá setti Villi stundum miða á hurðina þar sem stóð: Skrapp frá - kem fljótlega aftur. Stundum hékk miðinn á hurðinni dögum saman meðan kaupmaðurinn var að skemmta sér. Sigurður bróðir Vilhjálms fékkst einnig við blómasölu og rak sína eigin blómabúð á horni Hringbrautar og Birkimels sem enn er til og eflaust hefur Vilhjálmur notið bróður síns í þessu en fjölskylda Vilhjálms studdi hann alla tíð með ráðum og dáð þrátt fyrir óreglusamt líferni hans. Sigurveig Ragnarsdóttir systurdóttir Vilhjálms er fædd árið 1931 og foreldrar hennar bjuggu á Víðimel. Þar var Vilhjálmur tíður gestur bæði drukkinn og ódrukkinn en Guðrún systir hans, móðir Sigurveigar, þvoði af honum föt og milli þeirra var traust vinátta alla tíð. Sigurveig sagði í samtali við greinarhöfund að þegar hún var yngri hefði hún stundum verið hrædd við Villa frænda þegar hann var hávær og drukkinn í heimsókn en hann hefði verið afar barngóður og umhyggjusamur frændi sem hefði sýnt frændsystkinum sínum elskusemi og áhuga alla tíð. Mynd af mér og Kristi Eins og ráða má af greinargerð Helga Sæmundssonar sem vitnað er til hér síðar var Vilhjálmur efnilegt skáld og í rauninni gott skáld sem hefði eflaust orðið enn betra ef amstur lífsbaráttunnar og óregla hefði ekki haldið skáldinu frá viðfangsefnum sínum. Vilhjálmur var vinsæll og vinmargur og umgekkst listamenn töluvert. Hans nánustu vinir voru Sigfús Halldórsson tónskáld og Guðjón Halldórsson, bróðir Sigfúsar. Í gegnum þá kynntist Vilhjálmur fleiri listamönnum og það átti sinn þátt í að lög voru samin við nokkur ljóða hans. Þekktast þeirra er án efa Ó­ borg mín borg sem Haukur Morthens samdi lag við og söng inn á plötu 1954. Þar segir skáldið: „Þótt aldrei muni óskir mínar rætast um öll þín bestu dýrleg­heit é­g­ syng­. Ég­ lofa það­ sem líf mitt g­erð­i sætast þinn ljósa dag­ og­ bláa fjallahring­. Skáholt. Vilhjálmur frá skáholti

x

Ský

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.