Ský - 01.06.2007, Qupperneq 59
sk‡ 5
var Bobby gallharður, það ætti bara að ráðast
með hörku á Kúbu en skipti um skoðun.
Forsetinn fór samningaleiðina og á þrettán
dögum náðist að vinda ofan af ástandi sem
sagnfræðingurinn Arthur Schlesinger kallaði
„hættulegasta andartak sögunnar“.
Þessi misseri einkenndust af hörðum
og mannskæðum kynþáttaátökum í
Bandaríkjunum. Bræðurnir unnu vel saman
og þegar leið á árið 1963 voru þeir ákaft
að undirbúa endurframboð Johns. Bobby
átti afmæli 20. nóvember og á afmælinu
hans kom forsetinn aðeins við til að óska
bróður sínum til hamingju, var á leiðinni
til Dallas. Þeir bræður hittust ekki aftur
- John var skotinn þegar hann ók um götur
Dallas tveimur dögum síðar með Jackie sér
við hlið. Í sætinu fyrir framan þau sátu John
Connolly ríkisstjóri Texas sem særðist líka og
Nellie kona hans.
Einn banamaður, ein kúla -
eða flókin flétta?
Bobby var í losti næstu mánuðina og þeir
sem þekktu hann segja að hann hafi aldrei
náð sér eftir bróðurmissinn. Hann gekk
iðulega í jakka af bróður sínum - og eins
og einn vina hans lýsti því var hann alltaf
að týna jakkanum rétt eins og hann bæði
vildi halda í arf bróður síns en þætti líka
erfitt að axla hann. Það gerði honum enn
erfiðar fyrir að á milli hans og Lyndon
Johnsons varaforseta sem tók við af John
ríkti gagnkvæm fyrirlitning. Hann féllst
á að gegna embætti áfram en hætti níu
mánuðum síðar til að bjóða sig fram til
öldungadeildarinnar.
Viku eftir morðið skipaði Johnson
rannsóknarnefnd sem kennd var við Earl
Warren hæstaréttardómara formann hennar.
Niðurstaða nefndarinnar tæpu ári síðar var
að Oswald hefði verið einn að verki.
Þeir sem trúa á samsæri hallast yfirleitt
að því að öfl innan CIA hafi aldrei getað
fyrirgefið forsetanum linkuna við stjórn
Castros sem á þessum tíma hafði í hugum
margra Bandaríkjamanna, ekki síst í CIA,
svipað yfirbragð og Osama bin Laden nú
á dögum. Aðrir benda á Mafíuna sem
hafi ekki geðjast að hvað forsetinn og
dómsmálaráðherrann voru áfram um að
rannsaka anga hennar í bandarísku þjóðlífi.
Hinn 24 ára Oswald var handtekinn
sama dag. Þegar leiða átti hann í réttarsal
tveimur dögum síðar birtist Jack Ruby og
Bobby hafði ekki sömu náttúrulegu
hæfileikana til að koma fram. Honum tókst
oft vel upp í ræðum sínum en samstarfsmenn
hans sáu hann skjálfa af taugaóstyrk. Þegar
hann kom á einn kosningafundinn sagði
blaðamaður honum að Martin Luther King
hefði verið skotinn. Óundirbúinn hélt
Bobby þá eina af eftirminnilegri ræðum
sínum og honum óx ásmegin með hverjum
deginum. Hann hafði á orði að núna loksins
þætti sér hann vera að komast út úr skugga
bróður síns.
Kosningafundi á Ambassador-hótelinu
í Los Angeles lauk hann með því að segja
að aðstoðarmenn sínir hefðu sagt sér að
hann væri orðinn of seinn. Hann vatt sér úr
salnum í gegnum eldhúsið þar sem 24 ára
gamall Palestínumaður, Sirhan Sirhan, skaut
hann í höfuðið. Bobby lést daginn eftir.
Sirhan sagðist vera að hefna þjóðar sinnar
en Bobby hafði aldrei sýnt andúð í garð
Palestínumanna. Sirhan hefur síðan haldið
fram að hann hafi verið dáleiddur.
Þegar Bobby tilkynnti Jackie að hann
sæktist eftir að verða forseti svaraði hún
að þá myndu „þeir“ gera það sama við
hann og „þeir“ gerðu við mann hennar.
Skoðanakannanir sýna að um 70 prósent
Bandaríkjamanna telja að um samsæri hafi
verið að ræða.
skaut hann. Ruby var næturklúbbseigandi
með undirheimatengsl sem sagðist hafa
skotið Oswald af vorkunn við Kennedy-
fjölskylduna. Ruby dó í fangelsi 1969.
Það eru mörg atriði sem ýta undir
samsæriskenningarnar en eitt það veigamesta
er hversu mörgum skotum hafi verið skotið
að forsetanum og hvort þau hafi öll komið úr
sömu átt. Warren-nefndin áleit sama skotið
hafa drepið forsetann og slasaði Connolly.
Í skýrslu bandarískrar þingnefndar 1979 er
niðurstaðan að líklega hefðu morðingjarnir
verið tveir og líklega væri um samsæri að
ræða en annars ekkert áþreifanlegt í þessa
átt.
Eldheitur hugsjónamaður
Ýmsir höfðu álasað Bobby fyrir frama án
þess að hafa verið kosinn. Sumarið eftir
morðið tilkynnti hann, enn með svart
hálsbindi sem hann hafði borið frá því John
var skotinn, að hann hygðist bjóða sig fram
til öldungadeildarinnar og náði kjöri.
Þegar forsetakosningabaráttan fór á skrið
veturinn 1967-68 hélt Bobby lengi fast við
að bjóða sig ekki fram. Um miðjan mars
hafði hann skipt um skoðun og var nú eins
og stormsveipur. Fimmtán dögum síðar kom
Johnson öllum á óvart, einkum Bobby, með
að draga framboð sitt til baka og og lýsa yfir
stuðningi við Bobby.
kennedy
sky
,
Robert og Jackie Kennedy við útför Johns.