Ský - 01.06.2007, Qupperneq 61

Ský - 01.06.2007, Qupperneq 61
 sk‡ 61 Michelle Pfeiffer, sem þó ótrú­legt sé, verður fimmtug á næsta ári í hlutverki sínu I Could Never Be Your Woman. Gæti aldrei orðið konan þín Miklar hasarmyndir eru oftar en ekki eingöngu fyrir karlmenn enda karlleikarar í öllum bitastæðustu hlutverkunum. Á móti eru rómantískar kvikmyndir oft sagðar konumyndir. I Could Never Be Your Woman, sem frumsýnd verður í haust er ein slík kvikmynd, rómantísk gamanmynd um konur, gerð af konum. Í aðalhlutverkinu er Michelle Pfeiffer, en fimm ár eru síðan hún sást síðast í aðalhlutverki, í White Oleander þar sem hún lék móður sem lendir í fangelsi. Í I Could Never Be Your Woman er hún enn í móðurhlutverkinu. Leikur hún þekkta sjónvarpskonu sem fellur fyrir ungum leikara. Á sama tíma kynnist ung dóttir hennar ástinni í fyrsta sinn. Helsti mótleikari Pfeiffer er Tracey Ullman sem leikur Móður náttúru og er hún ekki sátt við hvernig málin þróast hjá þeim mæðgum. Leikstjóri og handritshöfundur er Amy Heckerling, sem þekktust er fyrir Clueless. Lindsay Lohan leikur unga stú­lku sem tapar minninu í I Know Who Killed Me. Ég veit hver drap mig Lindsay Lohan hefur verið í fréttum út af allt öðru en leik í kvikmyndum. Stúlkugreyið á víst erfitt með að stilla sína strengi í einkalífinu og ræður þar mestu djamm og dópneysla. Nýjustu fréttir af henni eru að hún sé í „alvöru“ meðferð og ætli að sjá að sér. Hvað varðar leikferilinn þá er aldrei að vita nema sakamálamyndin I Know Who Killed Me, sem frumsýnd verður síðar í sumar bjargi henni. Leikur hún Audrey Fleming, unga stúlku sem kvöld eitt hverfur. Tveimur vikum síðar finnst hún meðvitundarlaus úti í skógi. Kemur í ljós að henni hefur verið misþyrmt og nú telur hún sig vera allt aðra persónu, persónu sem Audrey skapaði í smásögu sem hún hafði samið. Mótleikarar Lohan eru Julia Ormond og Neal McDonough. Nicole Kidman og Daniel Craig hafa þurft að vinna fyrir launum sínum í vandræðamyndinni The Invasion. Innrásin The Invasion er enn ein endurgerðin af Invasion of The Body Snatchers, eða kannski er best að segja að hún hafi átt að vera það. Mikill vandræðagangur hefur verið við gerð myndarinnar og er víst lítið orðið eftir af upprunalegu sögunni. Þýski leikstjórinn Oliver Hirschbiegel (Downfall) var fenginn til að leikstýra myndinni og lauk sinni útgáfu. Í höfuðstöðvum Warners í Hollywood, sem kostar myndina, voru menn mjög óánægðir og fengu Wachowski-bræður (Matrix) til að gera nýjan endi á myndina. Þessi ákvörðun varð til þess að handritið var endurskrifað að mestu. Þeir bræður voru í leiðinni að gera sína eigin mynd, Speed Racer, og máttu ekki vera að því að klára verkið og var því fenginn til þess James McTeigue (V for Vendetta). Ó­víst er hverjir verða titlaðir leikstjórar í lokin en myndin verður frumsýnd vestan hafs í ágúst. Ekki fylgir sögunni hvernig stjörnur myndarinnar Nicole Kidman og Daniel Craig tóku öllum þessum endurtökum en sjálfsagt hafa þau fengið vel borgað. Transformers, sem frumsýnd var á þjóðhátíðardaginn . jú­lí í Bandaríkjunum, virðist ætla að verða ein af allra vinsælustu kvikmyndum ársins, ef ekki sú­ vinsælasta. Transformers, sem er ævintýramynd og gerist í framtíðinni, er byggð á þekktri teiknimyndaseríu sem notið hefur vinsælda auk þess sem leikföng eftir persónum hafa verið mjög vinsæl. Transformers er framleidd meðal annarra af Steven Spiel- berg og leikstýrt af Michael Bay, sem á nokkrar vinsælar stórmyndir að baki. Má þar nefna Armageddon, Bad Boys 1 og 2 og Pearl Harbour. Engar stórstjörnur leika í Transformers, en aðalhlutverk er í höndum Josh Duhamels, sem er á myndinni og margir þekkja ú­r sjónvarpsseríunni Las Vegas. Transformers verður frumsýnd hér á landi 10. Ágú­st. Bíófréttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Ský

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.