Ský - 01.06.2007, Qupperneq 71

Ský - 01.06.2007, Qupperneq 71
 sk‡ 71 vel um hvað hún lætur ofan í sig ætli hún að halda kjörþyngd. Winslet þótti því ekki beint efniviður í kvikmyndastjörnu á unga aldri. Ekki hafði það áhrif á hana og 15 ára gömul er hún farin að leika í hinum ýmsu sjónvarpsseríum fyrir BBC og þótti standa sig vel. Peter Jackson, sem þá var óþekktur leikstjóri, sá hana einmitt í einni slíkri seríu og valdi hana í aðalhlutverkið í Heavenly Creatures þegar hún var nítján ára. Lék hún hugmyndaríka stúlku sem hjálpar vinkonu sinni að myrða móður sína sem hafði neitað vinkonunum um að vera saman. Myndin sló í gegn og Jackson hóf sinn frægðarferil sem ekki sér fyrir endann á. Leikur Winslet hafði það mikil áhrif á Emmu Thompson að hún heimtaði að hún léki systur sína í Sense and Sensibility, en Thompson skrifaði handritið að þeirri mynd. Síðan komu gæðamyndirnar Jude, sem Michael Winterbottom leikstýrði og Hamlet í leikstjórn Kenneth Brannaghs þar sem hún lék Ó­felíu. Þessar fjórar myndir hefðu sjálfsagt dugað til að koma henni í úrvalsflokk leikkvenna, en Titanic breytti öllu og Winslet skaust á einni nóttu í efstu hæðir á stjörnuhimninum. Þegar litið er á feril Kate Winslet í framhaldi af Titanic er óhætt að segja að hún hafi engin mistök gert þó stundum hafi litið út fyrir annað, sérstaklega þar sem næstu þrjár kvikmyndir hennar, Hideous Kinky, Holy Smoke og Quills, fengu litla aðsókn þrátt fyrir góða gagnrýni. Ferill hennar tók aftur kipp þegar hún lék Iris Það er ekki ofsögum sagt að Kate Winslet sé í uppáhaldi hjá gagnrýnendum sem og allri alþýðu. Látlaust líferni hennar sem heimspressan hefur aðeins einu sinni séð ástæðu til að fjalla um í slúðurdálkum, þegar hún skildi við fyrri eiginmann sinn, Jim Threapleton, hefur aflað henni vinsælda hjá öllum aldurshópum og gagnrýnendur hafa nánast hælt henni fyrir hvert einasta kvikmyndahlutverk sem hún hefur leikið. Sjálf hefur hún verið óspör á að gagnrýna slúðurblöð og glanstímarit fyrir yfirborðskenndar greinar og falsanir og þegar tímaritið GO birti forsíðumynd af henni, sem hafði verið löguð til í Photoshop húðskammaði hún ritstjórann og sagðist vera mjög ánægð með útlit sitt og engu þyrfti að breyta í myndum af henni. Varð úr þessu heilmikið fjölmiðlafár og varð GO að biðjast afsökunar í næsta blaði. Leikarafjölskylda Kate Winslet fæddist 5. október 1975 í Reading á Englandi og eru foreldrar hennar Roger Winslet og Sally Bridges, bæði leikarar. Móðurafi hennar, Oliver Bridges og amma hennar Linda Bridges eru einnig leikarar sem og frændi hennar, Robert Bridges, og systur hennar tvær, Beth og Anna Winslet. Fleiri leikarar eru í stórfjölskyldunni en Kate er sú eina sem hefur náð heimsfrægð. Í æsku átti Kate Winslet við offituvandamál að stríða sem margir vilja meina að hrjái hana enn í dag og sagt er að hún þurfi að hugsa Kate Winslet Yngsta leikkonan sem fengið hefur fimm Óskarstilnefningar kate Winslet Leonardo DiCaprio og Kate Winslet í hlutverkum Jack Dawsons og Rose DeWitt Bukater í Titanic.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Ský

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.