Fréttablaðið - 23.07.2015, Side 36
23. júlí 2015 FIMMTUDAGUR| MENNING | 28
„Þetta er lúmsk líkamsrækt. Ég er
komin með rosalegar harðsperr-
ur enda búin að taka einhverjar
þúsund hnébeygjur,“ segir Þór-
dís Erla Zoëga myndlistarmaður
glaðlega þar sem hún er að ljúka
við að mála listaverk á stétt milli
menningarhúsanna á Kópavogs-
hæð. „Hún Kristín Dagmar, við-
burðastjóri í Gerðarsafni, bað
mig að fegra útisvæðið,“ útskýrir
listakonan en kveðst ekki vita til
hversu mikillar frambúðar verk-
ið verði. „Ég ætla að bara að sjá
hvernig það veðrast. Ég nota úti-
málningu eins og er á sumargöt-
unum og held að hún dugi alveg í
nokkra mánuði.“
Þórdís kveðst aldrei hafa málað
svona beint á jörðina. Athygli
vekur að það gerir hún fríhendis.
„Ég tel að flæðið sé betra í mynd-
inni ef ég geri hana fríhendis en ef
ég væri alltaf að kíkja á eitthvert
blað og skoða næsta skref. Byrjaði
bara á ferningi og svo leiddi eitt
af öðru.“
Spurð hvort hún hafi lært þessa
aðferð í akademíunni sem hún
var í í Amsterdam svarar hún:
„Nei, ég byrjaði að þróa aðferð-
ina þegar ég bjó úti í Berlín eftir
útskrift. Ég tengi svona teppi við
heimilislíf og held að ég hafi bara
verið með svona mikla heimþrá.
Svo er vinnuferlið viss hugleiðsla,
eins og mantra, endurtekning og
jafnvægi.“
Undirlag listaverksins í Kópa-
vogi var bílastæði en er nú orðið
kósí plan. Þórdís segir marga
staldra þar við og lýsa yfir
ánægju með breytingarnar. En er
hún búin með verkið? „Ég veit það
eiginlega ekki,“ svarar hún hlæj-
andi. „Ég gæti eiginlega endalaust
haldið áfram, það er visst vanda-
mál!“
Afhjúpun listaverksins fer fram
klukkan 17 í dag. Boðið verður
upp á sumardrykk og aðrar léttar
veitingar og Sven Møller, plötu-
snúður í Skapandi sumarstörfum
í Kópavogi, mun spila. Sýningin
Birting verður líka opin meðan á
samkomunni stendur og aðgangur
er ókeypis. gun@frettabladid.is
Tengi við heimilislíf
Útilistaverk eft ir Þórdísi Erlu Zoëga verður afh júpað milli Salarins og Gerðar-
safns í Kópavogi í dag. Við trufl uðum listakonuna aðeins við gerð þess í gær.
LISTAKONAN „Ég tel að flæðið sé betra í myndinni ef ég geri hana fríhendis en ef ég væri alltaf að kíkja á eitthvert blað og
skoða næsta skref,“ segir Þórdís Erla. FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI MARINÓ
TÓNLIST ★★★★ ★
Alþjóðlegt orgelsumar í
Hallgrímskirkju
Hörður Áskelsson flutti verk eftir
Guilain, Bach, Franck, Karlsen og
Boëllmann.
SUNNUDAGUR 12. JÚLÍ
Hörður Áskelsson organisti sýndi
það á sunnudaginn að hann kann
að steppa. Svona þannig séð.
Hann kom fram á tónleikaröð
sem nefnist Alþjóðlegt orgels-
umar í Hallgrímskirkju og lék
meðal annars verk eftir Kjell
Mørk Karlsen. Það heitir Sin-
foniae arctandriae, þ.e. Sinfónía
norðurpólsins.
Karlsen sendi fyrsta kafla
sinfóníunnar í alþjóðlega orgel-
tónsmíðakeppni sem var haldin
þegar Klais-orgelið í Hallgríms-
kirkju var vígt á sínum tíma.
Hann sigraði í keppninni. Þetta
er frábært verk, svipsterkt og
hugvitsamlegt, dálítið hrjóstr-
ugt, með kvikum tónahlaupum
sem krefjast mikillar fingrafimi.
Upphafið samanstendur þó fyrst
og fremst af gríðarlega hröðu
spili á fótstigið. Það var þar sem
stepp-hæfileikar Harðar komu að
góðum notum. Ekki var að heyra
eina einustu feilnótu.
Hörður lék tvo kafla úr sinfóní-
unni og flutningurinn var frábær.
Kröftug túlkunin einkenndist af
hrynrænni skerpu og næmri til-
finningu fyrir framvindu og upp-
byggingu tónlistarinnar.
Almennt talað voru þetta
skemmtilegir tónleikar. Verkið
eftir Karlsen var síðast, voldug-
ur lokahnykkur. Fyrstu tónarnir
á efnisskránni voru hins vegar
eftir Jean-Adam Guilain, sem
var þýskur organisti en starfaði
lengst af í Frakklandi. Tónlistin
hans var falleg en hefði e.t.v. mátt
vera rytmískari og meira blátt
áfram í meðförum Harðar. Pre-
lúdía og fúga í h-moll BWV 544
eftir Bach var aftur á móti falleg,
túlkunin var fremur lágstemmd
og innhverf, en full af andakt.
Næst á dagskrá var Kórall nr. 3
eftir Cesar Franck, ein magnað-
asta tónsmíð meistarans. Tónlistin
er gegnsýrð kaþólskri trúarvímu.
Hún hefst líflega, eilítið í ætt við
Tokkötu og fúgu í d-moll eftir
Bach. Því næst tekur við sálmalag
sem smám saman hnígur niður í
einskonar hugleiðingu. Svo rís hún
upp í ærandi hápunkt eftir mark-
vissa stígandi. Hörður útfærði
þetta allt af aðdáunarverðri fag-
mennsku. Veikari hlutar tónlist-
arinnar voru blæbrigðaríkir og
fallega yfirvegaðir. Stigmögnun-
in var sömuleiðis þétt og spennu-
þrungin, og endirinn var sérlega
áhrifamikill.
Erbarm dich mein, o Herre Gott
(hafðu miskunn með mér, Drottinn
Guð) eftir Bach var líka hrífandi.
Það var fallega raddsett af Herði,
meginlaglínan var dásamlega lit-
rík; þokukennt undirspilið mynd-
aði um það fullkominn ramma.
Sem aukalag lék Hörður Priere
de Notre Dame eftir Leon Boëll-
mann. Það á að vera mjög hægt,
en gekk frekar greiðlega hér,
sem var alls ekki miður. Þvert á
móti var tónlistin glaðleg; bæn
þarf ekki alltaf að vera eitthvert
væl! Þetta voru skemmtilegir tón-
leikar og enn ein skrautfjöðrin í
hatt eins fremsta tónlistarmanns
þjóðarinnar. Jónas Sen
NIÐURSTAÐA: Flottir tónleikar með
frábærum organista.
Fótafimur organisti
á harðaspretti
ORGAN-
ISTI Hörður
Áskelsson fór
á kostum á
Alþjóðlegu
orgelsumri í
Hallgrímskirkju.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Viltu vita hvað eignin þín
hefur hækkað í verði ?
510 7900
Þórunn Gísladóttir
Löggiltur fasteignasali.
Kristján Þ. Hauksson
Sölufulltrúi.
696 1122
kristjan@fastlind.is www.fastlind.is
Hlíðasmára 6 201 Kópavogur www.FASTLIND.is/ /
Frítt verðmat og framúrskarandi
þjónusta í þína þágu.
Reykholtshátíð er með eldri og
virtari tónlistarhátíðum lands-
ins þrátt fyrir að eiga sér nú ekki
lengri sögu en frá 1997. Að vanda
er hátíðin haldin síðustu helgina í
júlí að Reykholti í Borgarfirði og
er dagskráin fjölbreytt og spenn-
andi fyrir alla unnendur klassískr-
ar tónlistar.
Sigurgeir Agnarsson er list-
rænn stjórnandi Reykholtshátíð-
ar og hefur sinnt því hlutverki frá
2013 og hann segir að það sé svo
sannarlega boðið upp á breiða dag-
skrá í ár.
„Við byrjum á föstudagskvöld-
inu með tónleikum Karlakórsins
Heimis úr Skagafirði sem hefur
lengi verið í fararbroddi íslenskra
karlakóra og því tilhlökkunarefni
að bjóða kórinn velkominn á Reyk-
holtshátíð.
Þóra Einarsdóttir sópran og
Steinunn Birna Ragnarsdóttir
píanóleikari halda síðdegistónleika
á laugardeginum undir yfirskrift-
inni Báran. Á laugardagskvöldið
verður lágfiðlan í aðalhlutverki
en sérstakur gestur hátíðarinnar í
ár er finnski lágfiðluleikarinn Atte
Kilpeläinen. Lokatónleikarnir á
sunnudagskvöldið verða svo fjöl-
breyttir að vanda og um að gera
fyrir áhugasama að kynna sér dag-
skrána nánar á heimasíðu hátíðar-
innar, reykholtshatid.is.
Málið er að það er alltaf dálítið
sérstakt að upplifa alla þessa tón-
list í þessu fallega umhverfi. Þessi
upplifun er líka aðeins önnur fyrir
okkur tónlistarfólkið, ólík svona
þessum hefðbundnu tónleikum á
sunnudagskvöldum í Reykjavík,
enda tökum við svona vikuna í
þetta og höfum gaman af. Að auki
erum við að spila í einu af betur
hljómandi húsum landsins þannig
að öll þessi fjölbreytta tónlist ætti
að njóta sín vel.“
Skálholtshátíð hefur alla tíð
verið vel sótt og Sigurgeir segir að
tónleikagestir komi víða að. „Það
er alltaf talsvert um að heima-
fólk í Borgarfirði komi og svo er
líka heilmikil sumarhúsabyggð á
svæðinu. Að auki þá er þetta nú
ekki nema ríflega klukkustundar
akstur þannig að það er mikið um
að fólk taki bíltúr, kaffi og tónleika
um þessa helgi.“
Sigurgeir bendir einnig á að á
laugardaginn sé tilvalið að skella
sér fyrst á fróðlegan og skemmti-
legan fyrirlestur kl. 13 á vegum
Snorrastofu hjá Páli Bergþórssyni.
En þar mun Páll skoða betur bak-
grunn Vínlandssagnanna. „Eftir
fyrirlesturinn er gott að fara í
smá kaffihlé og skella sér svo á
tónleika klukkan fjögur og jafn-
vel aftur um kvöldið.“
magnus@frettabladid.is
Hér nýtur tónlistin sín afar vel
Fjölbreytt og vönduð dagskrá um helgina á Reykholtshátíð í Borgarfi rði.
LISTAMENN OG HUNDUR Ari Þór Vilhjálmsson og Dídí, Steinunn Birna Ragnars-
dóttir, Þóra Einarsdóttir, Atte Kilpeläinen og Sigurgeir Agnarsson æfðu stíft í vikunni
fyrir Reykholtshátíð. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
MENNING
2
2
-0
7
-2
0
1
5
2
2
:3
9
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
5
8
A
-0
4
0
C
1
5
8
A
-0
2
D
0
1
5
8
A
-0
1
9
4
1
5
8
A
-0
0
5
8
2
8
0
X
4
0
0
8
A
F
B
0
5
6
s
C
M
Y
K