Fréttablaðið - 09.10.2015, Page 31

Fréttablaðið - 09.10.2015, Page 31
Hver er upplifun þín af því að kynnast starfsemi borgar­innar og taka þátt í stjórnun hennar? Upplifunin er mjög góð, meiri­ hlutasamstarfið gengur vel og fólk er opið og hreinskilið þó það sé ekki alltaf sammála. Fyrir utan póli­ tíkina hef ég auðvitað mest verið í samskiptum við velferðarsviðið og sú reynsla hefur verið mjög já­ kvæð. Ég vissi ekki við hverju ég átti að búast því ég byrjaði sam­ starfið á því að dæma sviðstjór­ ann, Stefán Eiríksson, í annað sæti í söngvakeppni Reykjavíkurborg­ ar en það voru bara þrír keppend­ ur. Það hefur ekki verið notað gegn mér hingað til. En að öllu gamni slepptu þá finn ég fyrir miklum krafti hjá þeim sem starfa í þessum málaflokki og nánast undantekningalaust brenn­ ur fólk af ástríðu fyrir vinnu sinni. Þetta finn ég líka þegar ég heim­ sæki starfsstöðvar velferðarsviðs. Þó stundum gæti óánægju þá er eldmóður í fólki. Þetta finnst mér mikilvægt að komi fram í dagsljós­ ið, umfjöllun um velferðarmál er oft mjög neikvæð og það dregur úr fólki. Við verðum líka að benda á það sem vel er gert, það eykur skilning og umburðarlyndi sem mun koma okkur upp á næsta stig í velferðar­ þjónustu. Hvaða snertingu hefur þú við málefni fólks með geðraskanir/geð­ fötlun persónulega? Ég hef aldrei starfað beint við þennan málaflokk en eins og kemur fram í skáldsögu Einars Más, Engl­ um alheimsins, þá er „Kleppur víða, ekki aðeins spítali, ekki aðeins höll heldur mynstur ofið úr þráðum svo fínum að enginn greinir þá, hvorki keisarinn né börnin, hvorki ég né þú.“ Með hvaða hætti fylgir vel ferðar­ ráð stefnumálum sínum eftir og reynir að stuðla að því að starf á vettvangi fylgi stefnu þess? Velferðarráð fylgir stefnumálum sínum eftir á ýmsan hátt. Stefnum er fylgt eftir með aðgerðaráætlun­ um og reglubundnu stöðumati. Deild gæða og rannsókna á velferðarsviði stendur fyrir rannsóknum og könn­ unum á þjónustu og gæðum þjón­ ustunnar t.d. í samráði við háskóla­ samfélagið og hagsmunasamtök. Einnig eru gerðar úttektir á starf­ seminni, oft á grundvelli kröfu­ lýsinga og niðurstöðum þeirra er fylgt eftir með aðgerðaráætlunum. Reglubundnar lykiltölur velferðar­ sviðs skipta miklu máli en þar eru einstakir þjónustuþættir greindir niður. Enn fremur rýnir velferðar­ ráð notendakannanir sem eru mik­ ilvæg vísbending um gæði þjónust­ unnar. Hvernig gengur vinna við að losa stíflur í búsetuúrræðum, t.a.m. að útvega útskrifuðum sjúklingum af Kleppi húsnæði? Vinna við að útvega útskrifuðum sjúklingum á Kleppi húsnæði hefur gengið mjög vel og hefur nær alveg náðst að koma til móts við búsetu­ þarfir þeirra einstaklinga. Hver eru framtíðaráform Reykjavíkurborgar í búsetu­ og þjónustumálum geðfatlaðra? Framtíðarsýn Reykjavíkurborg­ ar í þjónustu við geðfatlaða kemur fram í stefnu Reykjavíkurborgar í þjónustu við fatlað fólk á heimilum sínum 2013–2023 en unnið er að að­ gerðaráætlun við stefnuna. Í stefn­ unni er áhersla á að þjónusta skuli vera einstaklingsmiðuð, heildstæð og sveigjanleg. Henni er ætlað að styðja við sjálfstætt og innihalds­ ríkt líf fatlaðs fólks, á heimili og í tómstundum. Í Reykjavík eru í dag 17 sértæk húsnæðisúrræði (15 bú­ setukjarnar og tvö endurhæfingar­ heimili fyrir geðfatlaða). Í búsetu­ kjörnum búa einstaklingar í sér íbúðum og fá viðeigandi stuðning. Í samræmi við stefnuna hefur vel­ ferðarsvið boðið fötluðum einstak­ lingum sem þurfa sértækan stuðn­ ing við búsetu svokallaða utan­ kjarnaþjónustu sem stendur til boða óháð eignarhaldi á húsnæði. Í utankjarnaþjónustu felst að einstak­ lingar fá þjónustu frá íbúðakjarna í hverfi sínu sem hefur sérþekkingu á fötlun viðkomandi. Reykjavík­ urborg telur auk þess mikilvægt að framtíðaráform í þjónustumál­ um borgarinnar taki mið af þeim áherslum sem fram koma í drögum velferðarráðuneytisins um geðheil­ brigðisstefnu og aðgerðaráætlun. Hvernig snýr fyrirhugað átak í atvinnumálum fatlaðra að geðfötl­ uðum? Reykjavíkurborg hefur skip­ að atvinnumálahóp sem hefur það verkefni að marka stefnu í atvinnu­ málum fatlaðs fólks. Á grundvelli þeirrar stefnumótunar verður gerð aðgerðaráætlun sem nær til allra starfsstöðva borgarinnar. Þar sem aðgerðaráætlunin hefur verið lögð fram hefur velferðarráð falið vel­ ferðarsviði að rýna í hvar hægt sé að ráða inn fólk með fötlun. Í því sambandi er mikilvægt að leiðbeina þeim sem taka ákvörðun um slíkar ráðningar svo hægt sé að vinna bug á mögulegum ótta og fordómum til að hægt sé að forðast árekstra. Reynsla velferðarsviðs af ráðning­ um fólks með geðfötlun í störf er já­ kvæð enda mikilvægt að starfsstað­ ir hafi á að skipa fjölbreyttum hópi starfsfólks með margs konar mennt­ un og reynslu. Hver verður framtíð geðheilsu­ stöðvarinnar í Breiðholti? Hefur borgin á prjónunum að stofna fleiri slíkar stöðvar til að tryggja jafn­ ræði, ef ekki, af hverju ekki? Geðheilsumiðstöðin í Breiðholti mun starfa áfram. Borgin telur mik­ ilvægt að stofna fleiri slíkar stöðv­ ar í samstarfi við heilsugæslu höf­ uðborgarinnar og ríkið. Í drögum að þingsályktun um geðheilbrigðis­ stefnu og aðgerðaráætlun er fjallað um stofnun geðheilsuteyma og hefur borgin sagt sig reiðubúna til að koma að slíku samstarfi. Hvenær er von á aðgerðaráætlun við stefnu borgarinnar um þjónustu við fatlað fólk á heimilum sínum? Von er á að aðgerðaráætlun við stefnu borgarinnar um þjónustu við fatlað fólk á heimilum sínum verði kynnt í lok í október nk. Hefur Reykjavíkurborg kynnt sér drög velferðarráðuneytisins að þingsályktun um geðheilbrigðis­ stefnu og aðgerðaráætlun? Ef svo er – hver er afstaða hennar til stefn­ unnar og/eða einstakra verkefna? Já, Reykjavíkurborg hefur kynnt sér drög velferðarráðuneyt­ isins og lýsir ánægju með skýr og vel mælan leg markmið í langflest­ um tilvikum. Sérstaklega er ánægja með að í drögum að stefnunni sé lögð til lagasetning um samstarfs­ samning um útfærslu samþættr­ ar þjónustu milli ríkis og sveitarfé­ laga. Einnig telur borgin að stofnun geðheilsuteyma sé mjög uppbyggi­ legt verkefni og tengist vel þeim áherslum sem Geðheilsustöðin í Breiðholti hefur starfað eftir. Hvernig ætlar borgin að stuðla að því að draga úr fordómum gagn­ vart geðfötluðum? Borgin hefur sett sér mannrétt­ indastefnu þar sem m.a. kemur fram að vinna skuli að fordóma­ lausu andrúmslofti á vinnustöð­ um þar sem fatlað fólk og ófatl­ að vinni saman á jafnréttisgrunni. Velferðar svið hefur á undanförnum árum lagt metnað í að fræða starfs­ menn um geðsjúkdóma og geðrækt með áherslu á styrkleika einstak­ linga óháð fötlun og stöðu. Hvert telur borgin eiga að vera hlutverk frjálsra félagasam­ taka eins og Geðhjálpar gagnvart sveitar félögum eins og borginni? Reykjavíkurborg telur frjáls félagasamtök gegna mikilvægu hlutverki. Gerðir hafa verið sam­ starfssamningar á grundvelli styrk­ veitinga við frjáls félagasamtök eins og Geðhjálp, Klúbbinn Geysi, Vin, athvarf fyrir fólk með geðfötl­ un, Hlutverkasetur og Hugarafl. Samstarfssamningarnir eru gerð­ ir á grundvelli ýmissa verkefna t.d. starfsendurhæfingar og not­ endasamráðs. Í samstarfi við Hlut­ verkasetur hefur t.d. áhersla verið á að raddir notenda fái að heyrast í framkvæmd þjónustunnar. Hlut­ verkasetur hefur einnig tekið þátt í að fræða íbúa og fagfólk í búsetu­ úrræðum um nálgun í valdeflingu. Frjáls félagasamtök eru mikilvægir samstarfsfélagar, eru talsmenn not­ enda þjónustunnar og búa yfir upp­ lýsingum sem mikilvægar eru fyrir mótun stefnu og framkvæmdar þjónustu borgarinnar. Frjáls félagasamtök mikilvægir samstarfsfélagar Ilmur Kristjánsdóttir er formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Henni hefur komið ánægjulega á óvart hversu mikill kraftur og eldmóður einkennir þá sem starfa að málaflokknum. Ilmur svarar hér nokkrum aðkallandi spurningum sem snerta málefni og framtíð fólks með geðræn vandamál. Ilmur stendur hér með notendum Vinjar, sem er athvarf fyrir fólk með geðraskanir, rekið af Rauða krossinum í Reykjavík. Mynd/VilhelM Eins og kemur fram í skáldsögu Einars Más, Englum alheimsins, þá er „Kleppur víða, ekki aðeins spítali, ekki aðeins höll heldur mynstur ofið úr þráðum svo fínum að enginn greinir þá.“ FÖSTUDAGUR 9. okTóbeR 2015 3Geðhjálp l 0 2 -1 1 -2 0 1 5 1 0 :3 1 F B 0 6 4 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 C 2 -3 6 2 0 1 6 C 2 -3 4 E 4 1 6 C 2 -3 3 A 8 1 6 C 2 -3 2 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 6 4 s _ 8 1 0 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.