Allt um íþróttir - 01.01.1951, Side 6
Völundur leggur fram eftirfar-
andi spumingar:
1. Á körfuknattleikur sér mikla
framtíð hér á landi og hvaða
Norðurlönd hafa keppt í hon-
um?
2. Eru Færeyjar í IAAF?
3. Hvenær haldið þér að keppt
verði í ísknáttleik hér á landi?
4. Hverjir eiga beztu skauta-
menn heimsins?
5. Mig langar til að vita eitt-
hvað um finnska hlauparann
Nurmi?
Svör:
1. Körfuknattleikur mun að öll-
um líkindum verða vinsæll
hér á landi, eins og annarstað-
ar, þar sem hann er iðkaður.
Þessi íþrótt er lítið iðkuð á
Norðurlöndum, en mun vera
á byrjunarstigi í Svíþjóð og
Finnlandi.
2. Færeyjar eru ekki í I.A.A.F.
að því er vér bezt vitum.
3. Það er nýbyrjað að iðka þessa
íþrótt hér á landi og vonandi
verður keppt í henni bráðlega.
4. Norðmenn hafa lengst af ver-
ið fremstir í þessari íþrótt, en
Bandaríkjamenn, Rússar, Sví-
ar og Finnar eiga einnig ágæta
skautahlaupara.
5. í næsta hefti mun birtast smá-
grein um Paavo Nurmi.
Frá Patreksfirði.
. .. Það væru kannske fréttir í
ritið, að hér á Patreksfirði er nú
starfandi íþróttafélagið „Hörður“.
Hann hefur lítið starfað undanfar-
in ár, en hefur nú rankað við sér.
Gengst fyrir ýmsum skemmtunum
í vetur til að afla fjár til sumars-
ins. Gott væri, ef okkar elsku-
legi íþróttafulltrúi mætti verja
einum eða tveimur dögum til að
sjá út fyrir okkur íþróttasvæði,
já, þá væri kannske hægt að hefj-
ast framkvæmda á griðlandi „okk-
ar“ íþróttamannanna til æfinga,
en skortur á íþróttavöllum og þ. h.
hefur hingað til hamlað starfsemi
íþróttafélagsins á sumrin.
íþróttamót U.Í.V.B. var háð í sum-
ar í Tálknafirði. í því tóku þátt
menn frá 4 félögum. Fór það vel
fram og efldi mjög áhuga manna
innan félaganna fyrir starfinu, svo
að jafnvel mætti búast við all-
sæmilegum árangri næsta sum-
ar. ... Einnig er hér á Patró
starfandi skíðafélag, sem á reglu-
lega vingjarnlegan skála spölkorn
frá þorpinu. (Þar hef ég notið
margra ánægjulegra stunda.) Hér
er einnig sundlaug, sem starfandi
er yfir sumarmánuðina. Tilfinnan-
lega vantar leikfimishús, eða eitt-
hvað þ.l., svo að hægt sé að stunda
leikfimi á veturna, handbolta o. s.
frv. Fleira er ekki í fréttum.
J. J.
Til Úlla!
Við munum hugsa til þín í
næsta hefti.
2
3
IÞRÓTTIR