Allt um íþróttir - 01.01.1951, Side 12

Allt um íþróttir - 01.01.1951, Side 12
Finnskur glímumaður til Islands Mun eiga að þjálfa íslendinga í fjölbragðaglímu fyrir Ólympíuleikina 1952. tr bréfi frá B. J. WECKMAN. „Aðalfréttin í dag er að við höf- um fengið fyrsta atvinnumanninn í knattspyrnu. Áður höfðu Svíar og Danir misst alla sína beztu menn, sem flestir skipa sess í ítölskum og frönskum liðum. — Finnland hefur verið látið í friði — við höfum alltaf verið taldir lé- legir í þessari íþróttagrein. En eftir sigurinn yfir Júgóslöfum s.l. sumar höfum við verið eins og milli steins og sleggju, og fyrsta fórnin var hinn ungi „tekniski" hægri inn- framherji, Aulis Rytkönen, piltur- inn, sem sænskir blaðamenn sögðu að væri betri en Gunnar Gren! Rytkönen fór til Parísar, þar sem hann mun leika með „Stade Fran- cais“. Þetta var mikið áfall fyrir finnska knattspyrnu, því að hér misstum við bezta leikmanninn og jafnframt þann vinsælasta, ein- mitt þegar við loksins lifðum í voninni um að geta komið upp liði, sem með sóma gæti tekið þátt í Ólympíuleikunum 1952. — Eftir er að vita, hvort ekki kemur eftir- maður Rytkönens. Félag íþróttablaðamanna velur á hverju ári „Bezta íþróttamann Finnlands" og gerir jafnframt lista yfir 10 beztu. Valið fór þannig í ár: 8 1. Heikki Hasu (heimsmeistari í tvíkeppni, göngu og stökki), 2. Matti Simanainen (heims- meistari í glímu, veltivigt), 3. Toivo Hyytiáinen (Evrópu- meistari í spjótkasti), 4. Olavi Rove (þriðji í HM í tólf- þraut, fimleikum), 5. Thorvald Strömberg (heims- meistari í kappróðri), 6. Paavo Aaltonen (heimsmeist- ari í fimleikum á slá), 7. Veikkö Karvonen (2. á EM í maraþonhlaupi), 8. Kalevi Mononen (1. í 50 km. skíðagöngu í Svíþjóð), 9. Aulis Rytkönen (hinn ókrýndi konungur knattspyrnumanna) og 10. Pentti Hámáláinen (sigurveg- ari í 7 landskeppnum í hnefa- leik, fluguvigt). Annars skeður ekki margt á þessum tíma árs. Glíma og hnefa- leikar eru aðallega „í gangi“. — íþróttamenn frá Sovétríkjunum heimsóttu okkur, m. a. hnefaleika- mennina, sem fengu harða útreið. Síðan glímumennina og voru þeirra menn kraftalegir og vissir, en þó „sympatiskir". En rússneski dómarinn var öllu lakari og hefur IÞRÓTTIR

x

Allt um íþróttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.