Allt um íþróttir - 01.01.1951, Side 16

Allt um íþróttir - 01.01.1951, Side 16
Kerfi Arsenal: Vörn er bezta sóknin! Eftir JOHN ARLOTT. Handhafar enska bikarsins hafa síðastl. tuttugu ár sýnt, að sigur- ganga þeirra hefur grundvallazt á eigin vítateig. Síðastliðin tuttugu ár hefur meira verið skrifað og skrafað um Arsenal en nokkurt annað knatt- spymufélag í víðri veröld — en engu að síður eru skoðanir manna á því ótrúlega hleypidómakenndar og dómar furðulega rangsnúnir. Séu staðreyndimar athugaðar — mótaskýrslur og það, sem áhorf- andanum opinberast í leik þess — kunnum við að komast að niður- stöðu, sem hvorki á nokkuð skylt við ofsahrifningu áhangenda Ar- senals né öfundarspott síðri félaga. Ekkert máltæki er eins algengt í enskri knattspymu og á eins sjaldan við og þessi orð, sem hvarvetna fylgja í fótspor Arsen- al-liðsins: „Lucky Arsenal". Við skulum sem snöggvast líta á af- rek liðsins frá 1930—31-leiktíma- bilinu eða síðastliðin 20 ár, en þann tíma fóru fram aðeins 13 leiktímabil, styrjaldarárin féll öll skipulögð knattspyma niður. Á þessum tíma hefur Arsenal 6 sinn- um unnið I. deild og einu sinni skipað 2. sæti, unnið bikarinn tvisvar, einu sinni tapað í úrslit- um, þ. e. aðeins 3 leiktímabil síðan 1930 hefur það lítið komið við sögu í úthlutun verðlaunanna. Varaliðið vann Lundúna-líguna sex sinnum á 9 leiktímabilum fram að byrjun stríðsins og þau 4 tímabil, sem farið hafa fram eft- ir stríðið hefur það unnið einu sinni en orðið 2. tvisvar. Nú sem stend- ur* 1) er fyrsta liðið efst í 1. deild, varaliðið leiðir í hinni endurskipu- lögðu Lundúna-lígu, sem nú nær yfir allt Suður-England, og þriðja liðið er einnig efst í lígu austur- héraðanna. Enginn með fullu viti mundi halda fram, að árangur sem þessi — einsdæmi í nútíma knatt- spymu — sé eingöngu að þakka heppni. Þeir, sem ef til vill munu halda fram, að hann hafi fengizt með kaupum á leikmönnum, ættu að kyna sér skipan liðsins. Af þess- um 11 leikmönnum hefur aðeins einn kostað verulega upphæð og verð tveggja annarra var töluvert, en samt hefur Arsenal ekki gert nein kaup, sem jafnast á við þau, sem nú tíðkast. Þá skulum við snúa okkur að liðinu og sjálfum leik þess, sem skapað hefur frægð þess og alla 1) Grein þessi birtist í byrjun des. i brezka vikublaðinu Illustrated. 12 IÞRÓTTIR

x

Allt um íþróttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.