Allt um íþróttir - 01.01.1951, Side 35

Allt um íþróttir - 01.01.1951, Side 35
Sh. Wedn. 25 6 514 36-54 17 í 2. deild er baráttan um efstu sætin jafn flókin og tvísýn og fyrr. í efstu sætunum eru: Coventry 26 14 4 8 55-32 32 Preston 26 14 4 8 51-32 32 Manch.City 23 12 6 5 52-36 30 Southampt. 25 12 6 7 36-39 30 Birmingh. 26 12 5 9 41-35 29 Blackburn 25 12 5 8 40-39 29 Grimsby og Luton reka lestina með 17 og 18 st. hvort. Fyrir 2 árum neitaði h. innherji Englands, Mannion, að leika fyrir félag sitt, Middlesbrough, og neit- aði jafnframt að láta selja sig fyr- ir meira en 12.000 stpd. Árið eftir var Franklin í nokkurra vikna verkfalli, en ;,svarti sauðurinn" í ár hefur Skotinn Alan Brown frá East Fife verið. Fram að áramót- um neitaði hann að leika með fé- lagi sínu, en fyrir skemmstu keypti Blackpool hann fyrir 27.000 sterlingspund. Síðan styrjöldinni lauk hefur það verið stefna skozku landsliðsnefnd- arinnar að reyna að verða „sjálfri sér nóg“, treysta aðeins á leik- menn í Skotlandi, en nota ekki Skota frá enskum liðum, nema í ýtrustu neyð. í liðinu, sem tapaði fyrir Austurríki 13. des. á Hamp- den Park í Glasgow (0:1), voru aðeins 2 „enskir“ leikmenn, vfrv. Forbes frá Arsenal og h.úth. Lid- dell frá Liverpool, hinir leika allir heima í Skotlandi. Aðalstyrkur liðsins liggur í vörninni, sem byggð er kringum 2 leikmenn frá Rang- ers, h.bakv. og fyrirliðann Young, og miðfrv. Woodbum og markv. Cowan frá Morton, sem á beztu dögum sínum á vart sinn líka í Bretlandi. Eini leikmaður framlín- unnar, sem talizt getur fastur í liðinu, er hinn óviðjafnanlegi Billy Steel frá Dundee. Svíþjóð. Svíum er nú loks far- ið að þykja nóg um út- flutninginn á knatt- spyrnumönnum sínum og hefur knattspyrusamnbandið nú gripið til þess ráðs að setja bann við að sænskir knattspymumenn séu ráðnir til atvinnufélaga gegn um aðra milliliði en knattspymufélög- in sjálf. Hér eftir fær enginn Svíi þátttökuleyfi í atvinnuknattspymu fyrr en eftir 3ja mánaða biðtíma og telst hvíldartíminn frá 1. nóv. til 31. marz aðeins tvær vikur. Calle Palmér hefur nú eftir miklar vangaveltur loksins tekið ákvörð- un um að stíga skrefið yfir í at- vinnumennskuna og gert samning við ítalska II. deildar-liðið Leg- nano fyrir 125.000—150.000 s. kr., en vegna hinna nýju reglna getur hann ekki leikið á Italíu fyrr en á næsta leiktímabili. Djurgárden lék 6 leiki í Burma og Indó-Kína, sigraði landslið Burma þrisvar og Viet-Nam (2:3). Sænska stórblaðið Stockholms- Tidningen tók 1946 upp þann sið að veita sænskum knattspymu- manni gullknött fyrir leik sinn á árinu og hefur sá siður síðan ver- ið fastur liður í sænsku knatt- spymunni. Fyrsta sinn, sem hann var veittur, hlaut Gunnar Gren IÞRÓTTIR 31

x

Allt um íþróttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.