Allt um íþróttir - 01.01.1951, Side 30
Einvígi um heimsmeistaratitilinn í skák
í þessum mánuði hefst í Moskva
einvígi um heimsmeistaratignina
í skák, milli Rússanna Mikhail Bot-
vinnik, sem verið hefur heims-
meistari síðan 1948, og Davids
Bronstein, sem skorað hefur á
hann. Þetta er fyrsta einvígið, sem
háð er síðan Alþjóðaskáksamband-
ið tók völdin yfir heimsmeistara-
titlinum í sínar hendur við dauða
Alekhines 1946. Fyrir þann tíma
var heimsmeistaranum í sjálfsvald
sett við hvern hann tefldi um tit-
ilinn, og gefur því að skilja, að
ekki hafa alltaf sterkustu áskor-
endurnir fengið náð fyrir þeirra
augum. Má í því sambandi geta
hinnar persónulegu óvildar, sem
var á milli Alekhines og Capa-
blanca og kom í veg fyrir að Capa-
blanca fengi tækifæri til að reyna
að ná titlinum aftur af Alekhine,
eftir missi hans 1927. Var hann
þó óvéfengjanlega annar sterkasti
skákmaður heimsins næstu árin.
Eftir dauða Alekhines var und-
irbúið ákveðið fyrirkomulag á
vali heimsmeistarans og hvemig
áskorandinn yrði valinn úr sterk-
ustu skákmönnum heimsins. Voru
6 skákmeistarar valdir úr til að
tefla fjögurra umferða mót um tit-
ilinn, þeir Botvinnik, Euwe, Fine,
Keres, Reshevsky og Smyslov, en
er Fine hætti við þátttöku, var
bætt við einni umferð. Botvinnik
bar glæsilega sigur úr býtum.
Jafnframt var hafinn undirbún-
ingur að vali áskorandans. Veröld-
26
inni var skipt niður í svæði, sem
hvert um sig mátti senda ákveð-
inn fjölda fulltrúa eftir styrkleika
íþróttarinnar á hverju svæði.
Skyldu þeir koma saman á svo-
nefndu Interzonal-móti, og fengju
síðan 5 þeir efstu að taka þátt í
svonefndu Kandídata-móti, ásamt
þeim 5, sem féllu úr heimsmeist-
aramótinu. Sá, er sigraöi í því
móti, hefði með því öðlazt rétt til
að skora á heimsmeistarann. Inter-
zonalmótið fór fram 1948 á bað-
stað við Stokkhólm og bar Bron-
stein þar sigur úr býtum. í Kandí-
datamótinu, sem fram fór í Búda-
pest í febr. síðastl. varð Bronstein
jafn landa sínum, Igor Boleslavsky
að vinningum, og urðu þeir að
heyja einvígi um réttinn til að
skora á Botvinnik. Eftir 14 skák-
ir hafði Bronstein vinning yfir.
Botvinnik er fæddur í ágúst 1911
í Pétursborg og tók ungur að
tefla í taflfélagi í borginni og að-
eins 16 ára vakti hann alheims-
athygli, er hann varð 5. í skák-
meistaramóti Sovétríkjanna og að-
eins tvítugur að aldri varð hann
skákmeistari Sovétríkjanna, og
þeim titli hefur hann haldið síðan.
Bronstein er fæddur 1924 í Kiev,
og eins og Botvinnik tók hann
ungur að taka þátt í opinberu
skáklífi. Hann varð 3. á skákmeist-
aramóti Ráðstjórnarríkjanna 1945
og hefur síðan verið einn af þeirra
fremstu skákmeisturum.
Hér birtist einhver bezta skák-
IÞRÓTTIR