Allt um íþróttir - 01.01.1951, Side 10

Allt um íþróttir - 01.01.1951, Side 10
Handknattleikur: Ármenningar sigruðu á jólamótinu. Á annan jóladag kl. 2 e. h. hófst svokallað jólamót í handknattleik. Var keppt í íþróttahúsinu að Há- logalandi eins og venjulega. Nýtt fyrirkomulag var á þessu móti, þannig, að í meistaraflokki karla voru aðeins leiknar þrjár umferðir. Ef félög voru þá jöfn að stigum, var markatalan látin ráða. Glímufélagið Ármann hélt mót þetta og var það í tilefni tíu ára afmælis handknattleiksdeildar fé- lagsins. Um leikina og mótið er frekar lítið að segja annað en það, að kapp leikmanna virtist stundum- vera fullmikið og hafði þó verið fækkað um einn í liði, aðeins sex leikmenn í stað sjö áður. Það er staðreynd, sem ekki verður hrak- in, að við eigum nokkra ágæta handknattleiksmenn og er því enn- þá leiðinlegra að þurfa að sjá þá standa í handalögmáli, í stað þess að sýna þá leikni og mýkt, sem í þeim býr. Við skulum vona, að leikir íslandsmótsins verði skemmtilegri, því að handknatt- leikur getur verið mjög skemmti- legur, ef hin rétta aðferð er notuð. Eins og fyrr segir bar Ármann sigur úr býtum, bæði í meistara- flokki karla og kvenna. Lið Ármenninga er eitt skemmti- legasta liðið og hvergi veikur 6 punktur í því. Þeirra eina veila, ef veilu skal kalla, hefur verið vöntun á góðum markmanni, sem þeim hefur nú tekizt að ráða bót á. Valur vann alla sína leiki eins og Ármann, en hafði ekki eins góða markútkomu. Valsmenn léku mjög sterkt og hefðu að öllum líkindum unnið Ármann, ef þau félög hefðu keppt saman. Eins og áður hefur verið haldið fram hér í ritinu, er efniviðurinn nógur í liði KR-inga og eiga þeir áreiðanlega eftir að verða skeinu- hættir áður en lýkur. ÍR sýndi ágætan leik gegn Aft- ureldingu, en úthald var ekki fyr- ir hendi og kom það þó bezt í ljós í síðasta leiknum gegn Ármanni. Er leitt til þess að vita, því að í 1-iði lR eru góð efni. Afturelding og Víkingur sýndu lélegri leik heldur en búizt hafði verið við, því að bæði þessi félög virtust vera í uppgangi í haust. Vonandi sýna þau betri leik á ís- landsmótinu. í meistaraflokki kvenna sendu aðeins Ármann og Valur lið, og það síðamefnda í fyrsta sinn. Eins og gefur að skilja sýndu Ármanns- stúlkurnar allmikla yfirburði og meiri en markatalan gefur til kynna. Það er samt engin ástæða fyrir stúlkurnar í Val að örvænta, því að enginn er smiður í fyrsta IÞRÓTTIR

x

Allt um íþróttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.