Allt um íþróttir - 01.01.1951, Qupperneq 26
Veðbanki
Jof
í byrjun desember gerðust þau
lofsverðu tíðindi, að hér í bæ var
haldinn stofnfundur íþróttasam-
bands framhaldsskólanna. í síð-
asta hefti var nokkuð vikið að því
ófremdarástandi, sem ríkt hefur,
þar eð engin raunveruleg skóla-
mót hafa farið fram nema í frjáls-
íþróttum. Ár og ár hafa allir skól-
amir haft rétt til þátttöku í mót-
um S.B.S., en of oft hefur það
viljað til, að suma vantaði, þar eð
skilyrðin voru ekki uppfyllt. Langt
er síðan fór að brydda á óánægju
með þetta fyrirkomulag, það er t.
d. tæplega hægt að hugsa sér skóla-
mót í handknattleik án þátttöku
Menntaskólans eða Háskólans, en
slíkt henti þó 1946. Að þessu hlaut
að reka fyrr eða síðar, og er þessi
skipting S.B.S. aðeins eðlileg þró-
un. Allt um íþróttir vill í þessu
sambandi óska hinu nýstofnaða
íþróttasambandi og S.B.S. gæfu og
gengis hvoru á sínu sviði fram-
vegis.
sól og blíðu, það er að verja tóm-
stundunum á heilbrigðan og
skemmtilegan hátt.
Ásgeir Eyjólfsson.
Undanfarið hafa dagblöðin gert
að umtalsefni fjáröflunaraðferð
íþróttafélaganna og gagnrýnt
harðlega, að þau skuli þurfa að
sækja um vínveitingaleyfi, til þess
að geta haldið almenna dansleiki
í nokkrum af samkomuhúsunum
í Reykjavík.
Hér skal ekkert um þetta rætt,
en aðeins minnt á, að íþróttahreyf-
ingin í heild líður vegna f járskorts,
og er því engin furða þó að sú
aðferð sé notuð að efna til al-
mennra dansleikja, sem venjulega
gefa töluvert í aðra hönd og því
mikill styrkur févana en f járfrekri
starfsemi.
Margsinnis hefur verið bent á
þá leið að stofnsetja veðbanka, er
íþróttahreyfingin gæti fleytt sér á,
en vitað er að slíkur banki mundi
afla nægs fjár og auðfengins og
létta þar með miklu af forystu-
mönnunum, sem þá fyrst gætu
helgað sig íþróttunum óskiptir.
Ef íþróttanefnd ríkisins sér sig
ekki um hönd á næstunni, verður
svo að teljast, að hún hafi engan
áhuga á velfamaði íslenzkra
íþróttamála.
EM-meistarinn í 1500 m., Willy
Slijkhuis og Ingvar Bengtsson eru
byrjaðir að keppa í Nýja Sjálandi.
Bengtsson vann míluhlaup á 4:16.8,
en Slijkhuis tapaði með örlitlum
mun fyrir Nýsjálendingnum Ge-
orge Hoskins í 2 mílum 3218 m.).
Tími Hoskins var 9:20.8 mín.
22
IÞRÓTTIR