Allt um íþróttir - 01.01.1951, Side 8
Keppa tíu tslendingar á Holmenkollen
í vetur?
Eftir rúmt ár eiga sjöttu Vetrar-
Ólympíuleikirnir að fara fram í
Noregi og munu íslenzkir skíða-
menn taka þátt í þeim. Einu sinni
áður hafa þeir verið þátttakendur
í vetrarleikunum, eða 1948 í Sviss,
og var það eiginlega prófsteinn á
getu íslenzkra skíðamanna.
Undirbúningur að þeim leikum
var af okkar hálfu fremur lítill
og árangurinn eftir því. En eitt
hafðist þó upp úr því, — reynsla,
sem ekki var áður fyrir hendi.
Þessa reynslu verðum við að not-
færa okkur nú, ekki sízt þar sem
a. m. k. tveir af keppendunum á
Sviss-leikunum verða sennilega
þátttakendur næsta ár.
Spurningin er því sú, hvað gera
þarf til þess að öllum kröfum
verði fullnægt, hvað þjálfun skíða-
mannanna snertir.
Erlendir þjálfarar.
Staðreynd er það, að enn erum
við svo langt á eftir, að nauðsyn-
legt er að nota tilsögn erlendra
kennara í öllum greinum. Hin síð-
ari ár hafa verið hér úrvals-þjálf-
arar frá Svíþjóð og Noregi, og er
gerður góður rómur að árangri
þeim, sem af kennslu þeirra leiddi.
Enn fremur hafa nokkrir skíða-
menn farið utan til náms og þjálf-
unar.
Innan skamms er svo væntanleg-
ur hingað norskur göngukennari,
Tenman að nafni. Ekki er vitað
um, að von sé á þjálfurum í svigi
Jónas Ásgeirsson
og stökki, sem væri þó enn nauð-
synlegra, og verður að kippa því
í lag hið allra bráðasta, því góð
þjálfun í vetur er höfuðskilyrði
fyrir góðri frammistöðu næsta
vetur.
IVIeiri reynsla.
Burtséð frá þjálfuninni, er ekk-
ert jafn dýrmætt og að vera þaul-
kunnugur brautum þeim, sem
keppt verður í á leikunum. Þar
sem stutt er til þeirra, er ekkert
sjálfsagðara og heppilegra en að
senda væntanlega keppendur út til
Noregs í vetur, t. d. á Holmen-
kollenmötið, og gefa þeim kost á
að kynna sér allar aðstæður og
venjast brautunum. Tíu manna
hópur er lágmarkið og væri ekki
4
IÞRÖTTIR