Allt um íþróttir - 01.01.1951, Blaðsíða 24

Allt um íþróttir - 01.01.1951, Blaðsíða 24
íslenzkir íþróttamenn VI: ASGEIR EYJÓLFSSON sem er fæddur í Reykjavík 4. maí 1929 hefur orðið: Ég byrjaði snemma að iðka íþróttir, ekki samt hjá neinu íþróttafélagi, heldur einu af hin- um mörgu drengjafélögum, sem voru svo víða um bæinn. Tíu ára gamall gekk ég í Glímu- félagið Ármann og iðkaði drengja- leikfimi. Fyrsta keppni mín var í hlaupi, sem var milli strákanna, er þátt tóku í leikfiminni. Hlaup- ið var í kringum tjörnina og tókst mér að sigra í þeirri keppni. Sund og handknattleik hef ég iðkað lít- ils háttar og keppt í hvoru tveggja. Fyrstu kynni mín af skíðaíþrótt- inni voru árið 1943, en þann vet- ur var mjög sjaldan farið á skíði. Það var ekki fyrr en veturinn eft- ir, að hafizt var handa fyrir al- vöru. Ég fór fyrstu ferðina á jóla- dag, æfði af kappi milli jóla og nýárs, en þeirri reglu hef ég hald- ið æ síðan. Hefur mér alltaf fund- izt það vera bezta undirstaðan fyr- ir vetrarkeppnirnar. — Ekki var útbúnaðurinn sérlega glæsilegur í þess- um fyrstu skíðaferðum: notuð gömul skíði, sem eldri systkini mín voru búin að kasta frá sér. Fyrsta keppni mín á skíðum var á innanfé- lagsmóti í Jósepsdal 1944, en þar finnst mér vera bezta skíðalandið hér á landi. Keppt var um skíðabindingar, sem þáverandi form. skíða- deildar Ármanns, Ólaf- ur Þorsteinsson, gaf. Ekki tókst mér samt að hreppa þær. Ég tók þátt í 2 til 3 mótum þennan vetur og var aftarlega í þeim öllum. Veturinn 1945 bauð Skíðaráð ísafjarðar IÞRÓTTIR 20

x

Allt um íþróttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.