Allt um íþróttir - 01.01.1951, Síða 27
Iþróttamenn undir smásjánni ——
Tékkneska tímaritið „Lekka Atletika" íékkst nýlega við að rann-
saka, hver sé mesti hlaupari, sem uppi hefur verið í heiminum. Ritið
studdist við finnsku stigatöfluna, en reiknar öðruvísi út heldur en áður
hefur verið gert. Hver hlaupari fær stig fyrir þrjár ólikar vegalengdir
og síðan er lagt saman: Spretthlaup (100, 200 og 400), styttri millivega-
lengdir (400, 800, 1000) o. s. frv.
Spretthlauparaflokkinn vinnur LaBeach með 3375 st. (10.1-20.2-47.2),
McKenley er með 3324 st., en Ewell með 3226 st. Þjóðverjinn Harbig
er langbeztur á styttri millivegalengdunum með 3418 st. (46.0-1:46.6-
2:21.5), en síðan kemur hans skæðasti keppinautur, Italinn Lanzi, með
3267 og Daninn Holst-Sörensen með 3214.
1 næsta flokki er Hansenne beztur með 3312 st. (1:48.3-2:21.4-
3:47.4), þá Rune Gustafsson með 3250 st. og Ingvar Bengtsson 3239 st.
Gunder Hágg kemst upp í 3539 st. á sínum uppáhaldsvegalengdum
(3:43.0-8:01.2-13:58.2) og er greinilega betri en Reiff og Slijkhuis, sem
eru með 3446 og 3408 st.
1 langhlaupunum er Zatopek auðvitað langbeztur með 3503 stig
(8:07.8-14:03.0-29:02.6), Heino fær 3446 og Maki 3329.
Eftir þessum útreikningi að dsdfca er Gunder Hágg þvi enn kon-
ungur hlauparanna, þó að Zatopek hafi nú nálgazt hann mjög.
Afrekaskrá íslands í frjálsíþróttum 1950
Hlaup.
Það er engum blöðum um það
að fletta, að afrekaskráin hefur
aldrei verið glæsilegri en s.l. sum-
ar, bæði er toppurinn góður og í
nokkrum greinum er breiddin orð-
in ágæt, þó að sumar séu fyrir
neðan allar hellur.
Við skulum nú rabba lauslega
um árið, sem var að líða, og það,
sem er að hefjast. Hverjir verða
beztir 1951? Koma fram einhverj-
ar nýjar stjömur? í spretthlaup-
unum stöndum við íslendingar
mjög framarlega, við eigum a. m. k.
sex spretthlaupara, sem myndu
sóma sér vel, hvar sem væri í
heiminum. Allir þessir menn eru
á bezta skeiði og halda vonandi
áfram að keppa í nokkur ár enn.
Hverju myndir þú nú svara, les-
andi góður, ef lögð væri fyrir þig
spumingin: Hver var bezti sprett-
hlaupari s.l. árs? Svörin yrðu
áreiðanlega á ýmsa vegu, þó að
Haukur, Ásmundur og Hörður
fengju að líkindum flest atkvæði.
Finnbjörn var á góðri leið um
mánaðamótin maí—júní, þegar
hann varð að hætta æfingum. Ef
hann hefði getað haldið áfram
óhindraður, er ekki gott að segja,
hvað hann hefði gert. Við skulum
ekki slá neinu föstu um næsta
sumar, en það er skoðun okkar,
að aðalkeppnin í 100 m. verði milli
Finnbjamar, Ásmundar og Hauks,
IÞRÓTTIR
23