Allt um íþróttir - 01.01.1951, Qupperneq 17
sigrana. Knattspyrnan tók mikl-
um stakkaskiptum 1925, og það
var nýja rangstöðureglan, sem
breytti henni, en ekki Arsenal.
Herbert Chapman, sem var fram-
kvæmdarstjóri félagsins þá, var
andvígur breytingunni, hann kaus
heldur knattspyrnuna eins og hún
var. En það var hluti af starfi
hans sem framkvæmdastjóra að
gera lið sitt eins sigursælt og frek-
ast var kostur. Hann hugsaði um
,,taktík“, sem líkleg yrði til ár-
angurs með nýja skipulaginu og
kom henni í framkvæmd.
Hann sá, hvernig önnur félög
beittu með miklum árangri tæki-
færissinnuðum miðframherja, og
sem mótleik gegn honum, kom hon-
um í hug að gera miðframvörðinn
að hreinum varnarleikmanni. Bæði
Herbert Chapman og Herbert Ro-
berts, fyrsti „varðhundur" Arsen-
als á miðframherja andstæðing-
anna, eru nú horfnir, en leikaðferð
þeirra ríkir enn í enskri knatt-
spymu. Arsenal er tæplega hægt
að ásaka fyrir að finna árangurs-
ríkt svar við ástandi, sem laga-
breytingar hafa skapað.
Vissulega er 10 manna vamar-
kerfið, sem byggist á því að halda
því, sem áunnizt hefur, ekki eins
áferðarfallegt og gamli árásar-
stíllinn, þar sem 8 menn tóku þátt
í upphlaupum. En er þá ekki allt
upptalið? Það er óhrekjanlega
vamarkerfið, sem borgar sig. Þau
em ekki svo fá skotin, sem beint
er að marki Arsenals, en aldrei
komast alla leið vegna leikmanns,
sem ekki hefur tekizt að „takkla“,
en þó komizt í skotlínuna og feng-
ið knöttinn í sig. Einnig er eftir-
tektarvert, hve oft bakverðimir
bjarga á marklínunni, er þeir hafa
snilldarlega staðsett sig í markinu
til frekara öryggis, ef markvörð-
urinn skyldi vera sigraður.
En vömin ein er ekki nægileg
til að vinna bikarinn eða meistara-
tignina öll þessi skipti. Árangurs-
rík vöm er aðeins sú, sem á augna-
bliki breytir vöm í sókn. Þegar
hættan er mest við Arsenal-mark-
ið, koma jafnvel útherjamir aftur
að vítateig, ekki aðeins til að að-
stoða vömina, heldur líka til að
mynda hlekkinn milli hennar og
sóknarinnar, þeirra hlutverk er að
koma knettinum til Gorings, sem
einn og yfirgefinn er nálægt helm-
ingalínunni.
Nú fyrir skömmu tókst vamar-
leikmönnum Arsenals í leik gegn
Derby County að taka á sig fimm
skot frá andstæðingunum í röð,
eftir það 5. sendi Mercer, fyrirlið-
inn og vinstri framvörður, knött-
inn yfir til Ropers, vinstri útherja,
og 5 spymum síðar mátti mark-
vörður Derby hafa sig allan við
til að bjarga skoti frá Goring.
Þessi festa, það öryggi og sú
leikni, sem nauðsynleg er til
skyndilegra umskipta frá vöm í
sókn og skilja þó vömina jafn-
trygga, eru atriði, sem krefjast
mikils undirbúnings og mikillar
æfingar. Nýir framherjar geta þeg-
ar í stað íarið inn í aðalliðið, en
varnarleikmenn verða að verja
löngum tíma til að læra vamar-
kerfið í varaliðunum, nema því að-
IÞRÓTTIR
13