Allt um íþróttir - 01.01.1951, Qupperneq 21

Allt um íþróttir - 01.01.1951, Qupperneq 21
þaðan berast sjaldan fregnir um óánægju og beiðnir um félaga- skipti, og sýnir það ljóslega dýpt- ina í byggingu liðsins. Arsenál liggur aldrei á að selja leikmann, sem ekki kemst í aðal- liðið og gefur með því leikmönn- um sínum öryggistilfinningu, sem ekki er að finna hjá félögum, sem fræg eru fyrir tíð mannaskipti. Á þann hátt er komið upp góðum varaliðum og þau varðveitt, þann- ig var Compton látinn drekka í sig varnarkerfi félagsins án hins minnsta ágreinings. Á stríðsárun- um lék hann jafnvel miðframherja og það með töluverðum árangri. Þegar friður komst á, og skipu- lögð knattspyrna hófst á ný 1946, hafði hann verið 14 ár í knatt- spyrnu, lengst af sem varabak- vörður, og þá gerði Arsenal hann að miðframverði sínum. Það var sagt, að hann væri orðinn of gam- all til að ná nokkrum árangri í að- alliðinu; enn fremur var því fleygt, að hann væri of þungur og svifa- seinn, ekki nógu snar í snúingum. Engu að síður er hann nú fyrir augum okkar í krafti frammistöðu sinnar og „fenginna marka“ Ar- senals, tvímælalaust sterkasti mið- framvörður Englands síðan Stan- ley Cullins ákvað að skipta á stöðu miðframvarðar Englands og fram- kvæmdastjórastöðu Wolverhamp- tons. Þrælsterkur, hár vexti, snögg- ur upp til að skalla frá með krafti og nákvæmni spyrna margra, og liðlegur eftir vexti, og hvert skref hans hefur einhvern tilgang, er sí- fellt í samræmi við gang leiksins og stöðu miðframvarðar. Og nú 38 ára að aldri hefur Compton í fyrsta sinn verið valinn í landslið Eng- lands og er það viðurkenning, sem hann hefur margverðskuldað. Eng- inn enskur landsliðsmaður hefur leikið svo gamall. Meðal enskra skólabarna eru þeir, sem hafa fullmikið álit á sjálfum sér nefndir „stórhöfðar", en á áhorfendapöllum Arsenals hefur þetta lítilsvirðandi heiti hlot- ið aðra merkingu. Er Compton skallar frá sendingu ískyggilega nálægt marki Arsenals, kveður það við þakklátlega og fullt virðingar hjá aðdáendum hans, sem breytt hafa skammaryrði í gælunafn.. Samtímis grundvallast hin orð- lagða vöm Arsenals á leikmanni, sem 14 ár beið þess að verða splitti (akkeri) knattspyrnu vamarkerf- is, sem 25 ára hugvitssemi hefur ekki megnað að brjóta niður og aðeins öfund getur talið eiga allt undir „heppni“. / • / l Þökkum viðskiptin á liðna árinu. Verzlunin Brynja. IÞRÓTTIR 17

x

Allt um íþróttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.