Allt um íþróttir - 01.01.1951, Qupperneq 19

Allt um íþróttir - 01.01.1951, Qupperneq 19
síðan hjá-Arsenal og knattspymu- ferill hans því jafnlangur Comp- tons. Meðal knattspymuferill varn- arleikmanna er því yfir 13 ár! Knattspyrnufélag er þó aðeins metið eftir afrekum aðalliðsins, en það er margsönnuð staðreynd, að það þrífst aðeins á váraliðinu. Varamarkvörður Arsenals, Platt, kom til þess 1939, varabakvörður- inn Laurie Scott, enski landsliðs- maðurinn var með Bradford City 1936—38, en síðan hjá Arsenal, og varamiðframvörðurinn Alf Fields hóf að leika með varaliðinu 1936 — svo að jafnvel meðalknatt- spyrnuferill varamanna í vöminni er líka 13 ár! Með því að bæta stöðugri hugsunarsamri þjálfun við þessa reynslu, er fenginn grundvöllur ömggrar vamar, því að róleg yfirvegun er árangurs- ríkari en gönuhlaup, þegar aðal- hættan, þegar að kreppir, liggur í vanhugsuðum og fífldjörfum skrefum. Arsenal tók upp þriðja bakvörð- inn, og vörn þess í dag grundvall- ast á Leslie Compton, sem ber höfuð og herðar yfir aðra mið- framverði í enskri knattspymu í dag. En að halda fram, að hann sé aðeins „spillir", að hann spilli íþróttinni, er að skella skuldinni af syndum eftirlíkjenda hans á hann. Nýlega á leik hjá Arsenal tók ég mér fyrir hendur að athuga nákvæmlega leik Comptons, hripa hjá mér hvert skipti, sem hann snerti á knettinum og einnig ár- angurinn. Útkoman af þessari rannsókn minni kann að vekja furðu margs knattspyrnumanns- ins. Það vildi svo til, að Compton lék gegn þáv. miðframherja Eng- lands, Jack Lee, sem naut góðrar aðstoðar hinnar ágætu framlínu Derby County og hliðarframvarð- anna, sem fylgja sókninni eftir. Compton lék knettinum 69 sinn- um allan leikinn, 36 skipti með höfðinu og 33 skipti notaði hann fætuma á knöttin. Af þessu voru 37 skipti innan vítateigs Arsenals, 32 utan hans. Hann fór einu sinni yfir á vallarhelming andstæðing- anna, en hann lék aldrei knettin- um nema á eigin vallarhelming. Margar af sendingum hans og inn- gripum hans í leikinn vom fram- kvæmdar með andstæðing við síð- una, þó setti hann knöttinn ekki út fyrir nema tvisvar, og sendi markverðinum knöttinn aðeins tvisvar. Þetta gefur til kynna, að eda þótt staðsetning hans hafi ver- ið vamarlegs eðlis, lék hann knett- inum með uppbyggingu fyrir aug- um. Óneitanlega er Compton misk- unnarlaus „takklari“, sem gefur ekki þumlung eftir, en íhygli hans og hvernig hann notar knöttinn, sem er svo gjörólíkt háttum ann- arra miðframvarða, er leggja allt kapp á að losna við knöttinn sem fyrst, koma fram í þessum tölum. Það sýnir einnig, hve athugandi og yfirvegandi hann er á vellinum, að eftir leikinn gat hann eftir augnabliks umhugsun ekki aðeins sagt, hve oft hann sendi knöttinn út fyrir ellegar til markvarðar, heldur lýsti hann í smáatriðum öllum kringumstæðum þessi fimm IÞRÓTTIR 15

x

Allt um íþróttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.