Allt um íþróttir - 01.03.1951, Qupperneq 8

Allt um íþróttir - 01.03.1951, Qupperneq 8
er sú lágmarksupphæð, sem félög- in komast af með, því þrátt fyrir það, að þetta yrði gert, væri bygg- ingarstarfsemi félagana hvergi nærri lokið. ... Samkvæmt venju fþróttanefndar ríkisins hefur hún leitazt við að styrkja slíkar framkvæmdir um 40%, en vegna þess hve íþrótta- sjóðurinn hefur verið févana á undanfömum árum, tel ég frá- leitt að reikna megi með meiru en 30% úr sjóðnum til þessara fram- kvæmda, þrátt fyrir góðan vilja sjóðstjómar. Að vísu gæti svo far- ið, að sjóðurinn mundi eflast svo mjög, ef getraunastarfsemi yrði komið á, að hann gæti styrkt þessar framkvæmdir eins og venja hefur verið. En eg hef ekki talið rétt að reikna með því. Samkvæmt lögum um félags- heimili styrkir Félagsheimilasjóð- ur byggingu einstakra félagsheim- ila allt að 40%. Vallarstjórn hefur sýnt þessu máli mikinn áhuga og lagt fram allverulega fjárupphæð því til stuðnings, og vonar Framkvæmda- ráðið, að sú samvinna megi hald- ast, sem verið hefur á milli þess- ara aðila í þessu máli. Framkvæmdaráðið hefur leitazt við að beina y3 af styrk Reykja- víkurbæjar í þessar framkvæmdir á undanfömum árum, og vonast þar með til, að hlutur bæjarins geti orðið um 30%, að meðtöldum hluta Vallarstjómar. Varla væri hægt að segja, að þegnskylduvinna félagsmanna væri ofreiknuð sem 10%. Fjáröflunardæmið lítur því þannig út: íþróttasjóður ríkisins (til íþróttavalla) kr. 1.440.000.00 Félagsheimilasjóður (félagsheimili) . — 1.280.000.00 Bæjarsjóður að til- hlutan Í.B.R. og Vallarstjómar . — 2.400.000.00 Þegnskylduvinna . — 800.000.00 Félagssjóðir .... — 2.080.000.00 Samtals kr. 8.000.000.00 Af þessu yfirliti, sem eg hef nú gefið, sést, að félögin verða að leggja fram um 2.8 millj., ef þessi áætlun ætti að verða að veruleika. Fjárhagur félaganna er nú þann- ig, að slíkt er útilokað, nema að leggja út á nýjar brautir til fjár- öflunar. Að vísu hafa félögin lagt í verklegar framkvæmdir í ár 530 þús. kr. úr félagssjóðum, en mér er það fullkomlega ljóst, að slíkt er útilokað að geti orðið til fram- búðar. Ástæðan fyrir því, að þetta hefur verið kleift í ár, er sú, að nokkur félög voru að byrja á þess- um framkvæmdum og eyddu öll- um sínum framkvæmdasjóðum, sem þau hafa verið að safna í á undanförnum áratugum og tóku jafnvel að láni úr öðmm sjóðum sínum. En hvað er það, sem þarf að byggja, og hvað fæst fyrir þessar 8 millj. króna? Eg lít svo á, að ef hægt væri að framkvæma þetta á næstu 10 —12 árum, hefðu félögin til um- ráða 8 félagsheimili, 3 íþróttahús, 8 knattspymuvelli, 8 handknatt- 80 IÞRÓTTIR

x

Allt um íþróttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.