Allt um íþróttir - 01.03.1951, Blaðsíða 9
leiksvelli, 3—4 velli með hlaupa-
braut í kring fyrir frjálsíþróttir.
Þegar ég tala hér um 8 félags-
heimili, má enginn skilja orð mín
á þann veg, að þau yrðu fullbúin
eins og eg tel að þau þurfi að vera.
Ef til vill væri því réttara að tala
um vísi að félagsheimilum, en þau
mundu samt sem áður geta leyst
aðkallandi vandamál félagahna.
Um íþróttahúsin er það að
segja, að eg hef reiknað með mjög
einföldum og þarafleiðandi ódýr-
um húsum. Reynslan á undanföm-
um árum hefur sýnt okkur, að það
er nauðsynlegt fyrir íþróttahreyf-
inguna að ráða yfir fleiri húsum
en nú er, bæði vegna þess, að nú
vantar sali hér, og svo hefur það
einnig sýnt sig, að þau hús, sem
íþróttamenn ráða yfir, notast mun
betur en skólarnir. Ef við tökum
t. d. íþróttahús Í.B.R., þá eru 39
tímar notaðir þar af íþróttafélög-
unum, en hæst hægt að nota 18
tíma í barnaskólunum. Enn frem-
ur er talið nú, að félögin fái barna-
skólana ókeypis, en reynslan hef-
ur sýnt, að það er dýrara að æfa
í skólunum en í íþróttahúsi Í.B.R.
Ef þessar framkvæmdir, er hér
hefur verið drepið á, gætu orðið
að veruleika, sem er mín von og
trú, þá fyrst tel eg að íþróttafé-
lögin geti gegnt þeirri skyldu gagn-
vart æsku höfuðstaðarins, sem þau
sjálf hafa sett sér. ...
Að lokum vil eg taka það fram,
að Framkvæmdaráðið hefur leit-
azt við að leggja hér fram tillög-
ur, er gætu leitt til þess, að félög-
in gætu haldið áfram á þeirri
braut, sem þau hafa nú lagt út á,
að byggja fyrir æsku Reykjavíkur
um ókomna framtíð.
Sameinaðir stöndum vér, sundr-
aðir föllum vér. Með samstilltum
kröftum efast eg ekki um, að okk-
ur takist að sjá þessum framtíð-
arvonum okkar farborða, og þá
fyrst geta íþróttafélögin gegnt
skyldu sinni til fulls æsku höfuð-
staðarins til heilla.
SPREYTTU ÞIG!
Sá, sem getur svarað 8 spum-
ingum rétt, hefur góða þekkingu
á íþróttum og íþróttamálum.
1. Hvað á að lesa úr skammstöf-
uninni F.Í.R.R.?
2. Hvað hét hollenzka knatt-
spymufélagið, sem keppti hér
sumarið 1949?
3. Hvað hafa margir hlaupið 5
km. innan við 16 mín. hér á
íþróttavellinum ?
4. Hverjum tókst að gera jafn-
tefli við Rossolimo á Afmæl-
ismóti Taflfélagsins?
5. Hvað hét fyrsti Ólympíu-
meistarinn í stangarstökki?
6. Hvaða borg var í upphafi val-
in fyrir Ólympíuleikana 1940?
7. Hvaða íþróttafélag varð fyrst
Reykjavíkurmeistari í hand-
knattleik karla?
8. Hvaða merkur þýzkur íþrótta-
frömuður heimsótti okkur s.l.
sumar?
9. Hver er núverandi formaður
Skíðaráðs Reykjavíkur?
10. Hvað hafa margir íslendingar
stokkið 14 metra og lengra í
þrístökki? Svör á bls. 106.
IÞRÓTTIR
81