Allt um íþróttir - 01.03.1951, Page 13

Allt um íþróttir - 01.03.1951, Page 13
SUNDMÓT K.R.: Sveit Ármanns bœtti enn met sitt í 4x50 metra skriðsundi. Framkvæmd mótsins var ábótavant. Hið árlega sundmót K.R. fór fram í Sundhöllinni 21. febr. s.l. Áhorfendur voru frekar fáir og má kannske að einhverju leyti kenna það vondu veðri og strætis- vagnaverkfalli. Annars eru sund- mótin alltaf hálfdauf, það vantar einhverja stemningu. Þetta mót var t. d. allt of langdregið og sum- ir starfsmennirnir virtust ekki starfi sínu fullkomlega vaxnir, voru það þó sérstaklega ræsirinn, sem var óákveðinn, og tímakynn- ir, en hann var allt of seinn með sínar fréttir og vissi fólk oft ekki hvaða riðil hann var að tilkynna. Vonandi verður þetta lagað fyrir næsta sundmót og yrði það strax spor í rétta átt. Árangur mótsins var nokkuð jafn og góður, þó að ekkert met væri sett, nema í boðsundinu. Pétur og Ari mættust nú í ann- að sinn á vetrinum í 50 m. og mátti varla á milli sjá. Pétur hafði sigurinn, en Ari náði sínum bezta árangri á vegalengdinni. Það var annars ánægjuleg breidd í þessari grein. í 50 m. baksundi sigraði Ólafur Guðmundsson nokkuð óvænt, en á prýðistíma, sínum bezta. í lands- keppninni við Norðmenn var það ölafur GuÖmundsson, IR Ólafur, sem vann okkar óvænta sigur í 100 m. baksundinu, og er enginn vafi á miklum sundhæfi- leikum hans. Kannske hann sé að ná sér á strik aftur, og er Hörður þá búinn að fá skæðan keppinaut. Atli og Þórdís sigruðu í sínum greinum með yfirburðum og náðu góðum tíma. Sigurður Þingeying- ÍÞRÓTTIR 85

x

Allt um íþróttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.