Allt um íþróttir - 01.03.1951, Blaðsíða 16

Allt um íþróttir - 01.03.1951, Blaðsíða 16
derssens í kombinasjónum, því að hann skorti nokkuð ímyndunarafl og hugmyndaflug til jafns við Þjóðverjann, en hann kenndi eft- irkomendum sínum með skákum sínum, því að eftir hann liggur ekkert skrifað, að meta sóknar- kraft mannanna í opnum stöðum, hraða og kerfisbundna framrás þeirra í byrjuninni og þýðingu tempósins. Hann skildi, að allt þetta er nauðsynlegur undanfari og grundvöllur kombínasjónanna, sem hann sjálfur fór svo snilldar- lega með. í skákum hans kemur einnig fram, að honum voru ljós ýms grundvallaratriði stöðubaráttunn- ar, sem óþekkt voru á hans tím- um, og átti það sinn þátt í yfir- burðum hans. Honum var stund- um legið á hálsi af samtímamönn- um sínum fyrir þurran stíl, en síð- an hann leið, hafa allir skáksnill- ingar orðið fyrir sömu gagnrýn- inni, Capablanca í einna ríkustum mæli. Morphy var álasað fyrir að fara í mannaskipti til þess eins að vinna peð, sem nú er tekið sem góð og gild vara. Tímamir hafa breytzt og nú skilja flestir eðli og sérkenni opnu staðanna, en fyr- ir öld var óbrúað djúp milli ríkj- andi kenninga og hugmynda Mor- phys. Dregið hefur verið í efa, að Morphy hefði náð nokkrum ár- angri í skákheiminum, hefði hann verið upp á sitt bezta 80—90 ár- um síðar, en hafa verður í huga, að með skákfræðina er eins farið og önnur vísindi, þar eiga sér ekki stað neinar stökkbreytingar, held- ur er þróunin hæg en markviss, þar sem einn byggir á kenningum og reynslu fyrirrennaranna, í stór- hýsum eru fleiri hæðir milli hana- bjálkans og kjallarans. Hæfileik- ar Morphys og gáfur hefðu án efa gert honum kleift að komast í fremstu röð nú til dags með þeirri reynslu og kenningum, sem „hæð- imar‘“ hafa að geyma. Hér kemur ein af skákum Mor- phys, tefld í New York 1857. Hv. Schulten. Sv. Morphy. Falkbeer-bragð. 1. e2—e4 e7—e5 2. f2—f4 d7—d5 Leikur þessi einkennir hið svonefnda Falkbeer-bragð eða mótbragð, sem er eitt af sterkustu vopnum svarts við Kóngsbragði. Svartur reynir að opna miðborðið strax, en hindra jafn- framt, að hvítur opni f-linuna. 3. e4 x d5 e5—e4 4. Rbl—c3 Rg8—f6 5. d2—d3 Bf8—b4 6. Bcl—d2 e4—e3! Leikur, sem sýnir Ijóslega stíl Mor- phys. Hann er ekki byggður á ná- kvæmum útreikningi, heldur á stöðu- mati hans. Þegar Morphy hafði kom- izt að raun um, að þýðingarmest í opinni stöðu er áframhaldandi fram- rás mannanna, var aðeins eftir eitt stig til frekari fyllingar, nefnilega, að eftir að annar er orðinn á undan í uppbyggingu, er honum mestur hag- ur í að opna stöðuna sem mest hann má, með peðaskiptum, brjóta göt á peðakeðjuna og jafnvel með peða- fórnum. Morphy sér fyrir árásar- möguleika á opinni e-línunni, sem hann geti notfært sér á undan and- stæðingnum. 7. Bd2 X e3 0—0 8. Be3—d2 Bb4xc3 88 IÞRÓTTIR

x

Allt um íþróttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.