Allt um íþróttir - 01.03.1951, Side 32

Allt um íþróttir - 01.03.1951, Side 32
meistarann) og Jappen Eriksen, en allir náðu prýðisárangri eða 225.9, 224.8 og 221.3 stigum. í „Nydalsrennet" varð Knarvik þó að láta í -minni pokann fyrir Jappen, sem sigraði glæsilega, hlaut 222.2 stig, en Knarvik 218.9. Þátttaka í veðmálastarfseminni hefur aukizt jafnt og þétt upp á síðkastið óg er veltan nú komin upp í 1,2 milljónir á viku. í tvíkeppni, sem fór fram núna í byrjun marzmánaðar, tókst H. Hasu að ná sér niðri á S. Sláttvik. Þriðji varð Mardalen. Danmörk. Undanfarna vetur hefur innanhússknatt- spyrna átt sífellt meiri vinsældum að fagna með Dönum, og í vetur var komið á skipulagðri keppni milli 6 félaga í Höfn. — B. 1903 sigraði með 11 stigum, síðan komu Frem, K.B. og A.B. í byrjun febrúar var komið á útsláttarkeppni með þátttöku MFF frá Svíþjóð. Keppni þá vann B. 1903 einnig, sigraði K.B. í úrslit- um með 4-2. K.B. sló MFF út í undanúrslitum með 6-4. Svíamir urðu stórhrifnir af þessari „nýju íþrótt", sérstaklega af reglunum, sem aðallega munu runnar undan rifjum Lundbergs. Er leikið með 4 manna liðum, 3 fram og markvörður - cum - bak- vörður, sem aðeins má nota fætur. Fyrir hendi og að spyrna út af er leikmanni vísað út í 1 mín. og tekið er hart á fastri „tökklun". Malmö F. F. hyggst að fara aðra „keppnisferð" yfir sundið á næst- unni. Svíþjóð. Á næstunni verður vígð í Sundsvall ný stökkbraut og er gert ráð fyrir þátttöku um 500 Norð- manna. Þessi mikla þátttaka er að þakka skíðamönnum í Þránd- heimi, en hann er sérstakur „vin- arbær“ Sundsvall síðan í stríðinu. Hætt hefur verið við að senda keppendur til mótsins í risastökk- brautinni í Oberstdorf (Þýzkal.). Svíar telja það of áhættusamt. Norðmaðurinn Sigmund Ruud fer þangað sem eftirlitsmaður á veg- um Alþjóðaskíðasambandsins, en á fundi þess að vori verður það mál tekið til umræðu. Norðmenn sendu þrjá keppendur á „Skansen-mótið“, og er það í fyrsta skipti í 20 ár, sem norskir göngumenn keppa í Svíþjóð. Fyr- ir valinu urðu Martin Stokken, er varð annar á eftir Mora-Nisse (11 sek. skildu þá að), H. Hermansen, sem varð fjórði á eftir Nisse Tápp og undan ,fyrra árs meistaranum' Áström, og Ivar Formo, er varð sextándi. Clas Haraldsson varð fyrstur á sænska meistaramótinu í tvíkeppni (göngu og stökkum). Landskeppni á skautum milli Svíþjóðar og Hollands lyktaði með sigri Svíþjóðar, 137—83. Kúluvarparinn Roland Nilsson dvelur nú í Bandaríkjunum við nám. Hann keppti nýlega í kúlu- varpi og sigraði með 15.36 m. kasti. 104 IÞRÓTTIR

x

Allt um íþróttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.