Allt um íþróttir - 01.04.1952, Blaðsíða 4

Allt um íþróttir - 01.04.1952, Blaðsíða 4
Ólympíuleikarnir: Hvaða írjálsíþróttamenn verða sendir til Helsingfors? Þar sem frjálsíþróttamótin fara nú að hef jast hvert af öðru, er ekki úr vegi að hugleiða lítillega, hverj- ir hafa möguleika á að komast með íslenzka flokknum í hina eft- irsóttu ferð til Helsingfors. Á Ólympíuleikana í London voru sendir fjórtán keppendur í frjáls- íþróttir og var frammistaða þeirra miklu lakari en ráð hafði verið fyrir gert. Ríkti almenn óánægja yfir þeirri för hjá almenningi. Þó að yfirleitt sé brosað að afsökun- um fyrir slíkum óförum, leyfum við okkur að fullyrða, að í það skiftið voru þær á rökum reistar, því að nógu erfitt var að labba og sitja í þeim hita, hvað þá að standa í strangri íþróttakeppni. — Jæja, hvað um það, snúum okkur að 1952 og látum 1948 eiga sig. Nýlega sendi Frjálsíþróttasam- band íslands frá sér lista með lág- marksafrekum fyrir væntanlega keppendur. Þau eru allerfið, en þó ekki erfiðari en svo, að 10 til 12 hafa möguleika á að ná þeim og nái þeir svipuðum árangri á leik- unum, þarf enginn að skammast sín fyrir þá. Við skulum snúa okkur að efn- inu og taka fyrst fyrir spretthlaup- in. Sjálfsagt er að senda boð- hlaupssveit, og að líkindum keppa einhverjir þeirra, sem skipa þá sveit, í 100 og 200 m. Um árang- ur þeirra þar er ekki vert að vera of bjartsýnn; ef þeir komast í Frá vinstri: Ásmundur, Guámundur, Haukur og HöríSur, sem allir hafa möguleika á að koniast til Helsingfors. 76 IÞRÓTTIR

x

Allt um íþróttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.