Allt um íþróttir - 01.04.1952, Blaðsíða 24

Allt um íþróttir - 01.04.1952, Blaðsíða 24
Orðið er laust: Ber að leggja niður brunkeppnir? Á nýafstöðnu skíðaþingi var samþykkt, að brun skuli ekki vera keppnisgrein á Skíðamóti Islands framvegis. Samþykktin mun eiga rætur sínar að rekja til Skíðaráðs Akureyrar, sem hafði í hyggju að láta ekki keppa í þessari grein á síðasta landsmóti, enda þótt reglu- gerð mótsins mælti svo fyrir um. Þessu tókst að fá breytt á síðustu stundu, en það kostaði áðumefnd örlög, þ. e. formaður ráðsins bar fram tillöguna um afnám brunsins, sem mun hafa hlotið góðar undir- tektir flestra þingmanna. Hvað mælir nú með þessari sam- þykkt og hvað á móti? Tilgangurinn með afnámi bruns- ins er nefnilega sá, að dómi til- lögumanns, að forðast frekari rpeiðsli á keppendum og að til sé heppilegri keppnisgrein, sem sé auðveldara að iðka hérlendis, þ. e. stórsvig. Til jöfnunar kemur svo sú staðreynd, að brun er keppnis- grein á Ólympíuleikum, og meðan við íslendingar höfum i hyggju að taka framvegis þátt í þeim, glæðir það vissulega ekki áhuga væntanlegra keppenda fyrir brun- inu, ef það er ekki ein af þeim greinum, sem keppt er í á lands- móti. Jafnframt má geta þess í þessu sambandi, að stórsvig er ein keppnisgreinanna á Ólympíuleik- um og kemur þar af leiðandi ekki í stað bruns. Það er í rauninni sár sannleikur, að oftlega hafa átt sér stað meiðsli á keppendum í bruni, en því má stundum kenna um brautarlagn- ingu og þó oftast kæruleysi kepp- enda að skoða og leggja ekki bet- ur á minnið brunbraut, sem þeir þurfa ef til vill að fara um með yfir 100 km. hraða. Að erfiðara sé að iðka brun en aðrar greinar skíðaíþróttarinnar er aumleg afsökun. Lítum á stökk- ið. Aðeins tvær hæfar brautir á öllu landinu og ekki alllítil vinna við að gera þær nothæfar. Nei, hér er um fljótfærni að ræða og ber nauðsyn til að athug- uð sé nánar þessi ákvörðun skiða- þingsins og spurning, hvort ekki eigi að kalla saman aukaþing til að breyta þeim. Bezti langhlaupari Ástralíu heit- ir Les Perry; hann hefur hlaupið 5000 m. á 14:46.4 og 10 km. á 30:- 30.8 mín. Reiknað er með, að þeir sendi 70 keppendur til Helsingfors og fer hópurinn af stað í kringum 10. júní. Meðal þeirra beztu eru sundkappinn John Marshall og ungfrú M. Jackson, sem talin er hafa mikla möguleika á að sigra í 100 m. kvenna. 96 IÞRÓTTIR

x

Allt um íþróttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.