Saga: missirisrit - 01.12.1928, Page 22
142
S A G A
og blessun þér sendnm,
frá austri og vestri og suðri, aS Sóleyjar strönd.
1 brjóstanna blóði,
í bæmim og Ijóði
vér helgum þér, vígjum þér, lifum þér lífí og önd.
Vor þjóð, vort land, vor borg og bygð,
sé blessun þinni yfirskygð.
Öll eilífðin ættjarðar kvæði.
Hvert andtak þig grœði. Hvert handtak þig klæði.
Vort ástríkið æðsta,
vort andríkið hœsta,
með djörfung og festu og drenglyndi haldi’ um þig vörð,
unz landið og Ijóðin,
og lofsöngva þjóðin,
er samstilt og heiHkapað listaverk lífsins, á jörð.
f>. f>\
Margir ríkir menn vilja vera góðir og réttlátir, og ef
J?eim tækist að útrýma öllum lazarusum tir heiminum, þá
skyldum við bara sjá hvort þeir fengju ekki að fara ó-
hindraðir tii himna.
Guð gaf manni heiminn til að gleðjast yfir honum, en
fjandinn kom þeirri flugu I haus hans að eignast ha.in.
Síðan gleðst hann af engu nema hann eignist alt.
Eg get gleðitárast yfir því með Fjallkonunni að sjá mál-
dauðann loka bránni á mörgum kramaraumingjanum hennar
hérna í skotinu hjá okkur.