Saga: missirisrit - 01.12.1928, Page 23
Geitasveinninn,
eða öfgar aldanna.
('Æfintýri)
Eftir /. Magnús Bjarnason.
Austur í Arkadíu stóö í fyrndinni borg nokkur stór
og mannmörg. Skamt fyrir sunnan borgina var myrk-
viöur mikill, sem kallaöur var Goöskógur; og áttu fáir
afturkvæmit, sem 'hættu 'sér langt inn í hann. Oft barst
þaðan kynlegur hljóöfærasláttur, þegar hæg gola þaut í
laufi trjánna í ljósaskiftunum; og þar sáust líka á stund-
um hvítklæddar verur á reiki í skógarjaðrinum, þegar
tungliö óð í skýjum.
Einu sinni seint um haust kom unglingsmaöur út úr
myrkviðinum og gekk inn í borgina. Hann var í stakki
úr geitskinni, var þunnleitur og langleitur, með aftur-
kembt hár mikið og sýndist langt til að sjá ekki ósvip-
aður ungum geithafri í framan. Hann hélt á hljóðpípu,
sem gerð var úr reyrleggjum; og það var töluverður asi
á honum. — Hann gekk fyrir jarlinn, sem réð fyrir borg-
inni, og sagöi:
“Þiggja vil eg veturvist af yður, herra.”
“Hvað heitir þú, og hvar áttu heima?” spurði jarlinn.
“Nafni mínu held eg leyndu að svo stöddu,” sagði hinn
ungi maður; “en eg er geitasveinn og á heima langt inni
í myrkviðinum.”
“Hví fórstu að heiman ?”
“Af því að eg misti unnustu mína; hún drukknaði í
straumvatni, sem er í skóginum.”
“Hvað kantu annað en hirða geitfé?”
“Eg get blásið á hljóðpípu þá, er eg held á.”
“Blás þú þá á hana dillandi danslög á hverju kvöldi