Saga: missirisrit - 01.12.1928, Page 24
144 S A G A
í vetur, og skaltu í hvert sinn fá í laun einn gullpening
og bikar víns.”
“Eg kann engin danslög,” sagði geitasveinninn, “<og
eg drekk aldrei vín. — Á hljóðpípuna leik eg að eins sorg-
arlög og syng um ástarþrá og harm. Og eg lifi eingöngu
á geitamjólk og hunangi.”
Nú hló jarlinn Andra-hlátur og sagði við menn sína:
“Maður þessi er vitstola. Fylgið honum út í skóginn
og leyfið honum aldrei framar inngöngu í borgina.”
Geitasveinninn var nú leiddur út í skóginn. Og hann
kom aldrei til borgarinnar eftir það. En margt var þar
um hann rætt og margar getur að því leiddar, hvað hann
héti, og hver hann væri.
Svo liðu þúsund ár. Myrkviðurinn var nú oröinn að
kjarrskógi, og hin mikla 'borg að smáborg. — Enn var
rætt um geitasveininn; og menn þóttust vita, að hann
hefði verið kóngsson í álögum.
Svo liðu önnur þúsund ár. Nú var kjarrskógurinn
orðinn að lyngTnóum, og borgin orðin að litlu kauptúni.
— Enn þá var geitasveininn á vörum íbúanna; og þeir
höfðu fengið nægar sannanir fyrir því, að hann heföi
veriö fæddur þar sem þinghús bæjarins nú stóð.
Og enn liðu þúsund ár. Nú var þar sandauðn, sem
áður voru lyngmóar, og kauptúnið litla var orðið að fá-
tæklegum gististað á eyðimörk. — Og enn var þar talaö
um geitasveininn og hljóðpípuna hans, og unnustuna hans,
og alt í sambandi við það. Og nú loksins voru menn
búnir að fá áreiðanlega vissu fyrir því, hver hann hefði
verið: því að hann var enginn annar en höfundur hljóð-
færasláttarins, sá, er fyrstur smíðaði hljóðpípu, sjálfur
hugvitsmaðurinn — og allra hálfguða langlífastur —
hann Sylvanus Faunus Pan.