Saga: missirisrit - 01.12.1928, Qupperneq 30
150
SAG A
ef þeim heföi veriS sagt, að hálfri og heilli öld síöar, væri
Schubert settur skör hærra en þeir, er þá bööuöu sig mest
í sólskini frægðarinnar, því í mörg ár sáust varla lög hans
eða strengleikar á skemtiskrám sönghallanna, þegar lé-
legt meðalmensku rugl eftir suma samtíöarmenn hans var
hafið og sungiö til skýjanna.
Schubert var vafalaust af listelsku og söngelsku fólki
•kominn. Faöir hans var fátækur skólameistari í útjaöri
Vínarborgar. En móöir hans hafði veriö matreiöslu-
stúlka. Áttu þau hjónin saman 14 börn, og var Franz
hiö þrettánda í röðinni. í seinna hjónabandi eignaðist
faöir hans ennfremur fimm börn. Var þetta eitt næg
ástæða fyrir því, að hann, þegar á unga aldri, varð að
spila mest upp á eigin spýtur.
Þegar í barnæsku læröi 'hann eins og flest eða öll
systkinin, að syngja og Ieika á fiðlu og fleiri strengja-
hljóðfæri hjá föður sínum, og lítilsháttar tilsögn í píanó-
spili fékk hann hjá eldri bróður sínum, Ignaz. Og svo
undrasnemma fékk hann skilning á raddskipun og tón-
frxði, að ellefu ára gamall stóðst hann inntökupróf í
skóla þann, er undirbjó söngfólk fyrir hirðkapelluna:
hjálpaði og til þess, að hann hafði þá hina yndislegustu
söngrödd. Var þetta heimavistar skóli, eins og tíðkaðist
í þá daga. Aginn var mjög strangur, og nemendur oft
hungraðir og kaldir. Var það eigi áðeins söngur er þeir
kendu 'þar, heldur og öll almenn fræði, svo sem saga,
stærðfræði, landafræði og tungumál, o. s. frv.
Á fjórtánda árinu skrifar hann sína fyrstu tónsmíð,
svo vissa sé fyrir, og skömmu síðar tvö sönglög, sem
vöktu svo mikla eftirtekt kennara hans, að honum var
veitt sérstök aukakensla í hljómfræði undir ágætum kenn-
ara. Þá ritaði 'hann og strengleika ýmiskonar, er hann