Saga: missirisrit - 01.12.1928, Side 32
152
S A G A
vetrin, en á sumrum yfir í Ungverjalandi. Var hann hjá
greifafólkinu að minsta kosti eitt ár, og á sumrin, aö ein-
hverju leyti, í næstu fjögur ár. Eru til sögur um, að
hann hafi haft ást á greifadótturinni, og af þeirri ástæðu
orðið að slíta sam'bandi sínu við fjölskylduna, með því
að hann var af fátæku fólki kominn. Má meðal annars
sjá, hve mikið djúp 'hefir verið staðfest í milli þessa að-
alsfólks og jafnvel kennara þeirra, að ekki sé nú talað
um þjónustu fólkið,—að Schubert fékk ekki að búa í
kastalanum með greifafólkinu, heldur var honum fengin
íbúð í útihúsi, þar sem fjöldi gæsa og annara alifugla
var geymdur.
Um þetta bil breytist mjög skaplyndi Schuberts. í
æsku var hann mjög bjartsýnn og glaðsinna, en hneigðist
æ meir til þunglyndis jafnframt því sem heilsan bilaði
er á leið hina stuttu æfi;—enda kennir þess mjög í verk-
um han>s.
Eins og áður er að vikið liðu allmörg ár áður en hann
vann þá almenningshylli, að verk hans væru um hönd
höfð á almannafæri. Árið 1819. er sagt að fyrst hafi ver-
ið sungið lag eftir hann á opinberum istað,—og ekki fyr
en 1821 er prentað nökkuð eftir hann. Urðu vinir hans
þó að leggja fram m>est af útgáfukostnaðinum, því eng-
inn forleggjari treystist a'ð leggja út í það á eigin kostn-
að. Eftir það voru 'þó söngvar hans prentaðir hvað af
hverju og seldust vel, sumir hverjir,—helzt þó þeir létt-
ustu og óbrotnustu, sem nú eru flestir gleymdir eða lagð-
ir á hilluna. Má óefað telja víst að á seinni árum hefði
hann getað lifað efnalega óháður, ef hann hefði borið
nokkurt skyn á fjármál. En bæði var það að honum
hélst ekki á peningum, ef honum áskotnaðist eitthvað, og
svo er lítill vafi á, að músík-forleggjarar höfðu hann