Saga: missirisrit - 01.12.1928, Blaðsíða 35
S A G A 155
minningu þess, að þau voru hið síðasta, er eftir hann lá.
Eru þau öll hvert öðru frumlegra og fegurra.
Auk þess, sem taliö er og ótalið af sönglögum, streng-
leikum, hljómkviðum og söngleikum, liggja eftir hann
rnestu kynstur af sonnettum fsónháttum) og öðrum stærri
og smærri lögum fyrir píanó, sem eigi er hægt fram hjá
að ganga, þegar um tónljóð fyrir það hljóðfæri er að
ræða.
Það er ekki auðvelt að giska á, hve miklu Schubert
hefði afkastað, ef. hann hefði t. d. náð eins háum aldri og
Beethoven, né á hve hátt stig list hans hefði komist. En
eitt er víst, að hann var hvergi nærri því að þorna upp.
List hans var æ að verða víðari og breiðari. Hann ætlaði
sér heldur el<ki að láta þar staðar numið, sem komið var,
sem sjá má af því, að skömmu áður en hann lagðist bana-
leguna, samdi hann við hinn frægasta tónfræðiskennara
þar í borg um kenslu í lögmáli kontrapunktsins, sem hann
eigi þóttist nógu fróður um.
Schubert hefir verið nefndur “Melódíu-miljóneri.”
Enda á hann þar líklega hvergi sinn líka. Tilbreytnin
og fegurðin í söngröddum 'hans er óuppausandi. Auk
sönglaganna eru varla til svo lítil brot í hljóðfæralögum
hans, að ekki séu þau samofin margþættum þráðum
unaðslegra radda. Þá hefir hann og öllum fremur smekk
fyrir snöggum blæskiftum og skapbrigðum. Þarf oft
eigi nema óvænt orð í kvæði til þess að lagið eða undir-
raddirnar taki á sig annan blæ, til gleði eða sorgar, al-
vöru eða kæti, þó megin-þráður hugsunarinnar haldi sér
að öðru leyti. Veldur slík tilbreytni ósegjanlegum feg-
urðarauka, og kemur í veg fyrir þreytandi og andlausar
endurtekningar.
Eins og áður er sagt, var Schubert framúr-