Saga: missirisrit - 01.12.1928, Side 40
ÍGO
SAG A
oröi, sem vitanlega haföi þá týnt þýöingu sinni i hugum
áheyrendanna löngu áöur en þessi tónastraumur var á
enda.
Schubert lét aldrei tilleiöast aö fylg'ja þarna tísk-
unni, jafnvel þó hann væri oft beöinn um það. Honum
var altaf umhugaö, að orðin nytu sín sem bezt, og fengju,
ef auðið væri, meira feguröargildi sungin en lesin. Er
lítill vafi á því, að honum tókst það að jafnaði svo vel,
að margt ágætiskvæðið, sem þá var talið, og jafnvel eftir
Goethe sjálfan, mundi nú gleymt og grafið, ef ekki væri
lögin hans.
Það var eigi aðeins að Schubert skapaði, endurfæddi
og gæfi nýjan brag hinurn einstöku sönglögum, sem Þjóð-
verjar kalla “Lieder” og enskumælandi rnenn “Art Songs”
—til aðgreiningar hinum algengu þjóðlögum á aðra hlið
en óperusöngvum hins vegar, — heldur myndaði hann
beinlínis nýja stefnu, gaf heiminum nýja hljómræna inn-
sýn. Þarf eigi nema að benda á “Grétu við rokkinn,” frá
17 ára aldrinum, “Álfakónginn,” tveimur árum síðar. og
segjum “Nunnuna ungu” frá árinu 1825 og svo “Der Dop-
pelgánger,” frá síðustu dögunum. Öll eru þessi lög ólík
því, er áður hafði þekst—ekki aðeins lifandi myndir alls
þess, er í orðunum felst, heldur og hins innri og dýpri
skilnings, sem gægist inn i hugskot manns utar og ofar
frá en orðin sjálf beinlínis gefa til kynna. Spor þessara
áhrifa er að finna hjá öllum beztu tónskáldum síðari tima,
og jafnvel hjá Wagner sjálfum víðsvegar, í þvi þrosk-
aðasta og fegursta er hann skrifaði alt að hálfri öld síðar.
“En altaf getur góða menn,
og guðspjöll eru skrifuð enn,”—
svo heimurinn á sjálísagt eftir að framleiða óendanlega
djúpan skáldskap, ósegjanlega dýrðleg tónljóð, og óút-