Saga: missirisrit - 01.12.1928, Blaðsíða 44
Afturhvarfið.
Eftir /. P. Pálsson.
“Og hann rak Adam burt, og setti keröbinn fyrir austan
Edens garð, með loga hins brugðna sverðs.”
Þannig hrökluðust þau Adam og Eva út í heiminn.
Og Adam tók aS þræla, varð mesti elju- og dugnaSar-
maSur^ Hann vann sýknt og heilagt, og þaS gerSi Eva
líka, á milli þess, sem hún engdist sundur og saman af
joSsóttinni, því hún eignaSist ótölulega mörg börn, eins
rnörg og duftkom jarSarinnar. Misjafnt reyndist þó
barnalán þeirra hjóna. Elzti sonur þeirra, Kain, drap
A'bel bróSur sinn, mesta ágætis dreng og góSan fjár-
mann; og þó guS drottinn hótaSi hverjum þeim sjöfaldri
refsingu, sem tæki bróSurmorSingjann af lifi, urSu bróS-
ur- og systur-morö einn helzti leikur Adamsbarna. En
foreldrarnir stóSu uppi ráSalaus, því þessu böli hafSi
skapari þeirra ekki hótaS þeim, þegar hann rak þau út
úr Paradís. Adam reyndi meö öllu móti aS tukta krakk-
ana. Ýmist lamdi hann þau eins og harSan fisk, eSa hann
gaf þeiin fíkjur og brjóstsykur; og Eva skammaSi þau
og sagSi þeim sögur af kóngsdætrum og kóngssonum. En
börnin uxu upp og gengust hvorki fyrir barsmíS, fíkjum,
brjóstsykri, skömmum né kóngsbarnasögum. Þetta olli
þeim þunglyndi, og af því þau voru orSin gömul og slitin,
varS lífiS þeim hin mesta byröi.
Þá datt Adam ráö í hug.
í búskaparbasli sínu haföi hann komist aS ýmsum
leyndarmálum guSs# Hann hafSi lært aS sigla höfin,
beizla eldinguna og svífa um himinloftin meS fleira og