Saga: missirisrit - 01.12.1928, Blaðsíða 45
S AGA
165
fleira. Nú minti&t hann þess, að Drottinn hafði eitthvað
nöldrað um að maðurinn væri orðinn eins og hann sjálfur,
þegar þau hjónin höfðu étið epliS góða.
“Romdu með mér, kella mín,” segir Adam við Evu
sína, einn góðan veðurdag. “Okkur kemur ekki satnan
við krakkana hvort sem er.”
“Og hvert er að flýja?” spyr Eva og blæs mæðulega.
“Króarnir eru komnir um alla jarðarkringluna, blessaðir,
eins og fjandinn.”
“Ekki munu þeir vera í Eden. Þaðan komum við
þegar við vorum í broddi lífsíns, og þar skulum við eyða
ellidögum okkar.”
“Hvaða ósköp eru að heyra 'til þín, Adam tninn! ’Þú
manst víst ekki eftir herjans kerúbinum, sem stendur við
hliðið, með þetta óhræsis logasverð.”
“Man eg hann vel, en sVo segir mér hugur um að hann
banni okkur ekki lengur inngöngu í garðinný’
Síðan gengur Adam til fundar við Eindberg son sinn.
“Eíkki vænti eg að þú vildir skjóta okkur mömmu þinni
eina bæjarleið, Lindy minn?”
Lindberg tók vel í það. “En hvert skal halda?”
“Eg er að hugsa um að skreppa til Eden,” segir Adam
og strýkur skeggið.
“Ja, skárri er það nú bæjarleiðin! En eg verð guðs
lifandi feginn að komast út úr Bandaríkjunum, þó ekki
sé nema nokkrar klukkustundir.”
Lindberg flýgur svo með þau Adam og Evu til Eden,
og lendir við austurhliðið. En þegar kerúbinn sér flug-
fariö, þykir honum mikið til koma. Hafði hann aldrei
séð drottinn í svona veglegu farartæki. Hnegir hann sig
niSur að jörS, og gætir þess ekki að kona er með í ferð-
inni.