Saga: missirisrit - 01.12.1928, Síða 46
166
SAG A
Þau Adam og Eva ganga svo inn í garðinn, en Lind-
Lerg biður þau vel að lifa og flýgur heim til St# Louis, i
Bandaríkjunum, því hann þurfti aS greiöa atkvæSi með
Herbert Hoover í forsetakosningunum, svo A1 Smith
kæmist ekki að, því hann er katólskur.
Nú er komið kvöld og þau Adam og Eva klæöa sig
úr hverri spjör og leggjast til hvíldar í hinum mikla friöi
Edens lunda.
Um morguninn vaknar Eva eldsnemma eins og hún var
vön. Þykir henni fagurt um aö litast, rís á fætur og
veröur reikaö um garSinn. Þá kemur höggormurinn til
móts viö hana, heilsar 'henni blíSlega og þakkar fyrir
síöast.
En Eva var síSur en svo blíö í máli. “BölvaSur nokk-
uS ! Helduröu eg muni ekki hvernig þú lékst á mig hérna
um áriö, þrjóturinn þinn. Eg’er nú eldri en tvævetur,
skal eg segja þér. Þér er ekki til nokkurs skapaðs hrær-
andi 'hlutar aS hafa fleðulæti í frammi við mig í þetta
sinn.”
“En eg get sýnt þér nokkuð hérna, sem þú tókst ekki
eftir, þegar þú varst hér síðast. Komdu bara á eftir mér.”
Og hann hlykkjaðist áfram inn i miðjan garöinn; og Eva
gelck í humátt á eftir. Loks hringaSi hann sig í kring um
tré eitt mikiS og fagurt og staðnæmdist þar. “Þetta er
lífsins tréS,” segir hann ísmeygilega, “og nær sem þú etur
af því munt þú líkjast guSi í því, aS lifa um alla eilífö.”
Evu langaði sárt í epliS, þvi hún var forvitin, en vildi
ekki láta á því bera viS höggorminn. “Eg kæri mig
fjandann ekkert um aS lifa um alla eilífð. Eg verö búin
aS fá mig full sadda af lifinu þegar minn tími er kominn
að skiljast viS. ÞaS er hvort sem er ekki annað en stríS
og strit og barneignir.”