Saga: missirisrit - 01.12.1928, Síða 51
Er Njála eldri en Þorsteins saga
Síðu-Hallssonar?
EndurprentuíS bönnuð.
Þorsteins saga SíSu-Hallssonar mun vera eina fornsag-
an sem getur Njálssögu, og vitnar í hana, á þessa leiö:
“Þetta haust fþ. e. 1013) kom Brennu-Flosi til Orkn-
eyja ok hans menn, ok fóru skipti þeira Sigurðar jarls
sem segir í Njálssögu” ('Þorsteins saga, Rvík 1902, 3. bls.j
AÖ órannsökuðu ntáli hljóta menri að taka þetta svo
sem það sanni, að Njála sé eldri en Þorsteins saga, sem
þó er að uppruna mjög forn, svo að 'beint liggur vi'ð að
ætla, að Þorsteins saga stafi frá Ara fróða dóttur-dóttur
syni Þorsteins,—og frænda Ara, Magnúsi biskupi, Einars-
syni, Magnússonar, Þorsteinssonar, ISíðu-Hallssonar,—og
máske sögn Kolskeggs fróða vinar Ara. En auðvitað er
Þorsteinssaga ekki til í frummynd sinni. Auk þess er
hún ekki nú nerna brot ein, sem bæði eru týnd úr miðjan,
upphafið og endirinn, eins og hann var í fyrstu,—jafnvel
þótt sanna megi að draumur Þorsteins hafi forðum átt
heima nærri lokum sögunnar. Auk þessa vantar víðar í
söguna og í gegnurn fjölda afskifta er hún ýmislega
breytt og aukin, enda sumu slept úr í afekriftum, sem
áður stóð í sögunni, til styttingar eða af því að frumritið
var ilt aflestrar og búið var að taka kafla þessa úr fruni-
sögu Þorsteins inn í aðrar yngri sögur.
Ein af slíkum úrfellingum hlýtur einmitt að vera kafl-
inn, sem vitnað er til í Njálu, um skifti þeirra Flosa og
brennumanna við Sigurð jarl Hlöðvisson í Orkneyjum,
sem nú finst að eins í Njálu 153 k. (útg. 1910, 415-417