Saga: missirisrit - 01.12.1928, Qupperneq 53
S AGA
173
sögu sé innskot síðari afritara í Þorst. s. til styttingar,
eða vegna þess að afskrifari treystist ekki að lesa frurn-
rit sitt af Þorst. s., þar sem það sagði frá skiftum þeirra
Flosa og jarls, en nýtti því upptekningu þess me'ð til-
vitnun í Njálu, hvort sem kaflinn er í Njálu orðréttur
eftir frumsögu Þorsteins, eða ekki.
Ættartalan í niðurlagi Þorsteins-sögu getur því einn-
ig verið ófrumlegt innskot afritara 14. aldar, svo að á
henni mun lítið að hyggja um aldur sögunnar. Á þetta
benda missagnir ættartölu þeirrar í samanburði við
önnur fornrit, þar sem t. d. ætt Gizurar jarls er réttari en
i niðurlagi Þorst. sögu.*
Þorsteins-saga er nú ekki til netna í afskrift Ásgeirs
Jónssonar frá c. 1700, gerðri eftir skinnbók nokkurri, sem
nú er með öllu týnd. Skinnbókin hefir ekki verið gömul,
varla eldri en frá 1400 eða síðar, eftir afskriftinni að
dæma. Ekkert er með vissu kunnugt um uppruna hennar
En þar sem “Draumur Þorsteins Síðu-Hallssonar,” sem
auðsjáanlega hefir að fornu tilheyrt aðal-sögunni, þó að
hann sé nú fráskilinn, finst í Vatnshyrnubroti því, sem
enn er til og komið er frá Víðidalstungumönnum, Jóni
Hákonarsyni (d. um 1398J og Helga syni hans, þá er lík-
legast, að fyrgreind skinnbók Þorsteins-sögu sjálfrar hafi
stafað frá Vatnshyrnu frumritinu; það er að segja, frá
handriti því, sem Vatnshyrnu ritarinn reit drautninn eft-
*)Gizur jarl hafði að fylgjukonu Ingibjörgu Gunnarsdóttur,
sem slðan vai-ð mððir Gizurar galla, föður Hákonar, föður
Jóns í Víðidalstungu, sem lét rita Vatnshyrnu. Ættartala
Gizurar jarls I niðurlagi porsteins-sögu bendir því á það, að
skinnbók sú, er porsteins-saga er síðast frá komin (og
Ásgeir reit hana eftir) hafi verið frá Víðidalstungu og að
ættartalan sé runnin frá sömu rótum og Vatnshyrna og ekki
eldri T porsteins-sögu.