Saga: missirisrit - 01.12.1928, Blaðsíða 55
S A G A
175
við Þorstein SíSu-Hallsson bendir til. Þessi áður
greinda ætlun um sambýli Njálu og Þorsteinssögu í Víði-
dalstungu nálægt 1395, styrkir þá fyrri ætlun mína að
Njála sé rituð í grend við Þingeyraklaustur (“Saga” II.
1. bls. 19.). Og snemma hefir Arngrimur ábóti þar náð
í drápur Einars Gilssonar um Guðmund biskup; því að
án efa er það Arngrímur sjálfur, sem þýtt hefir Guð-
mundarsögu sína og fært þar inn drápur Einars. Eg
fullyrði þó ekkert um það, fremur en fyrr, hvar Njála
sé rituð. En það sannar alls ekkert að hún sé rituð
austur í Veri eða í Skaftafellssýslu, þó að landslaginu
þar í grend sé lýst kunnuglega i Njálu. Njáluhöfundur
'hlýtur að hafa þar haft fyrir sér, sem víðar sjást merki í
Njálu, sögu Brennu-Flosa, nú týnda og fleiri sögur úr
Skaftafelláþingi, t. d. sögu Hróars Tungugoða og Hámund-
ar halta nú einnig týnda. Þáð er auðvitað, að slíkar sögur
muni hafa verið ritaðar þar eystra (Tiklega all-snemmaý
—>eða af mönnum, sem höfðu þær frá Skaftfellingum,
t. d. niðjum Flosa. En höfundur Njálu er ekki líklegur
til þess að hafa fylgt 'þessum heimildum sínum mjög ná-
kvæmlega í öllu, eftir því ’hvernig hann fylgir öðrum
heimildum sínum, þeim, sem nú eru kunnar.
En hvað sem líður að öðru leyti aldri og uppruna
Njálu og Þorsteins-sögu, skal þó bent á setningu eina í
báðum, sem bæði sýnir allmikinn skyldleika með þeim og
að höfundur Njálu hefir haft ýmislegt úr frumsögu Þor-
steins, sem því var eldri en Njála (sú sem nú er til, þótt
ekki sé með öllu óhugsandi, að til hafi verið önnur eldri,
miklu styttri og sannari Njálsbrennu-saga, nú löngu
týnd):—
Þórhaddur, 'bági Þorsteins, kaupir að Grímkalti
flökkumanni, sem var “hrópstunga mikil”.... “at hann