Saga: missirisrit - 01.12.1928, Page 56
S A G A
176
skal fara á vestanvert land ok bera þar upp rógmæli um
Þorstein Hallsson, meö því móti, “at borsteinn væri
kona ena níunda hverja nátt ok átti þá viðskipti viS karl-
metin; ok yfir þessa flugu gein Grímkell”........fÞorst.
saga, útg. 1902 (Rvíkj bls. 10-11;—Austfiröinga-sögur
bls. 222).—
Hér er þaS skáletrað, sem mest er stælt í Njálu kap.
123 (Otg. Rvik 1910, bls. 293-294), er eignar þetta Skarp-
héöni um Flosa; Njála segir svo:—“Skarphéðinn..........
kastaöi brókum blám til Flosa og kvaö hann þeira meir
þurfa. Flosi mælti: Hví mun ek þeira meir þurfa? Skarp-
héðinn svarar: því þá—ef þií ert briiðr Svínfellsáss, sem
sagt cr, hverja hina niundu nótt ok geri hann þik at konu.”
Höfundur Njáiu lætur svo orö þessi veröa þeim Flosa
og Skarphéöni aö jafnfullum sáttaslitum sem hróp Þór-
hadds og Grímkels verður þeim Þorsteini Hallssyni, og
Þórhaddi og sonum hans.
Þannig er auðséð, að hér notar Njáluhöf. Þorsteins-
scgu. Þaö hlýtur aö skiljast hverjum dómskýrum manni
aö öll frásögn Þorsteinssögu er hér frumlegri og senni •
legri en Njálu-frásögnin. Flökkumaöurinn, Grímkell,
var drjúgum líklegri til slíks hróps, aö baki Þorsteini, og
þeir Þórhaddur (sem ekki var víst að yröi að upphafinu
sannur) en Skarphéðinn, sonur skáldsins og spekingsins
Njáls á Bergþórshvoli, þegar líf föður hans og bræðra
og sjálfs hans gat viö legið hverju imisyrði hans til Flosa.
Flosi þurfti ekki aörar átyllur til Nálsbrennu en hefnd-
irnar eftir Höskuld mág sinn og lögeggjan valkyrjunnar
Hildigunnar og þeirra Sigfússona, föður’bræðra Höskulds.