Saga: missirisrit - 01.12.1928, Síða 57
SAGA 177
Þessi endurtekning og misbeiting Njálu á góSri heim-
ild, sannar ýmislegt:
1. Aö Njála er yngri en Þorsteins-saga er aö upphafi.
2. Aö á ti'lvitnun Þorsteins-sögu til Njálu er ekkert að
byggja um hærri aldur Njálu en hinnar og að sú tilvitn-
un muni innskot frá því um 1400, afritara nokkurs, í
Þorsteins-sögu sem nú er til, helzt vegna þess, að frá-
sögnin um skifti Flosa og Sigurðar jarls hefir verið
læsilegri í Njáluhandriti því, sem afritarinn hafði við
hönd sér, en í frumriti hans (miklu eldraj af Þorsteins-
scgu, þar sem Njála þó ‘hafði áður fengið þetta, að nokkru
leyti, að minsta kosti.
3. Hvernig Njáluhöfundurinn hefir stundum notað
betri og eldri heimildir, þótt lítt væri skyldar efni hans,
til þess að lengja og skreyta sögu sína, sem víðar má sjá
af Njálu, þó að oftast sé þar forðast að taka nokkuð orð-
rétt úr eldri heimildum. Ofmikil nærfærni gat komið
upp um höfund Njálu mvrkraverkum hans og hve ófrum-
legur hann var að eðlisfari. Og hér hefir hann stígið
feti framar í þá átt, en liklegt er að hann hefði viliað,
ef hann hefði ekki þekt sagna-lesendur bæði fyr og nú,
sem langflestir trúa öllu sem sagt er og ritað, án aðgæzlu,
umhugsunar og samanburðar. Á 14. öld voru og sögur
vorar fæstum handbærar til rannsóknár, meðan ekkert
var prentað.
Hitt er furðulegra, að þó að allir, kunnugir því efni,
viti að Njálu ber óvíða saman við heimildir sínar, vegna
flótta hennar frá fróðleiksskorti þeirra tíma, skáldskapar
höfundarins og þjóðsagnablæju þeirrar, sem hann, vilj-
andi eða óviljandi, verður að hylja með slóð sína kring-
um inar fornu uppsprettur efnis síns,—reyna jafnvel
fræðimenn vorra tíma að gylla moldviðri Njálu, á kostn-