Saga: missirisrit - 01.12.1928, Síða 58
178
SAGA
aö annara eldri og betri sagna. Svo hefir og Iagabálkur
Njálu einnig verið fyrndur á kostnaö Grágásar, illa not-
aðrar og misskilinnar heimildar 14. aldar lögmannsins,
höfundar Njálu.
Þannig hefir engin saga vor fremur en Njála óbein-
línis orSiS til þess aS spilla forhbókmentum vorum í aug-
um útlendinga og annara blindingja, sem, vegna þekk-
ingarskorts, dæma önnur fornrit vor eftir Njálu^!) En
hún er einmitt flestra þeirra lélegust og ófróSust, aS
sögulegum sannleik, nema þar sem hún lýsir sagnritun
sinnar aldar og geymir sumt, sem ella væri meS öllu glat-
aS. En því miöur er henni óvíSa treystandi, þar sem
ekkert er til samanburöar.
Nánari rannsóknir á uppruna Njálu leiöa þó óefaö í
ljós dýpri rætur hennar í fornöldinni en flestir nú þekkja,
þó aö þær séu vandraktar og skíni aö eins óljóst í gegn-
um huldublæju skáldskapar og misskilnings 14. aldar-
höfundar þessarar dularfullu sögu.— En rannsóknir Njálu
hljóta og beinlínis aS auka gildi annara eldri fornsagna
vorra. Þannig sannar höfundur Njálu óviljandi, eins og
áSur er bent á, aS jafnvel horsteins-saga, Síðu-Hallsonar,
eina fornsagan, sem beinlínis vitnar í Njáls-sögu, er að
uppruna eldri en sjálf Njálssaga, sú sem tilvitnun þessi
hlýtur aö eiga viö og er in eina Njáls-saga, sem vér nú
kunnum frá aö segja meö' vissu aö til hafi veriS frá
miSju 14. aldar.
27. okt. 1928.
Steinn Dofri.