Saga: missirisrit - 01.12.1928, Page 59
Sánkti Pétur í sálarleit.
Eftir Charles Brskine Scott IVood.
—Samtalið, sem hér fer á eftir, er einn af styztu köflunum
úr bókinni “Himneskar samræður,” (Heavenly Discourse”)
eftir Charles Brskine Scott Wood. pessar samræður eru
í raun og veru "himneskar,” að fyndni, röksemdafærslu,
háðnepju, viðsýni og- kærleika, enda vaknaði höfundurinn,
líkt og Byron, í'ræg'ur maður einn góðan veðurdag, slcömmu
eftir að bókin kom út. Hefir hún, eða kaflar úr henni, verið
þýdd á fjölmörg tungumál, og alls staðar unnið höfundi rétt
til sætis á bekk með stðrmennum háðs, fyndni og umbóta,
með Aristofanesi, Robelais, Voltaire, Swift, Mark Twain,
France og Shaw.
Flestar munu samræðurnar vera ritaðar á striðsárunum,
rétt áður og eftir að Bandaríkin skárust í leikinn, en gegn
því barðist Wood af öllum mætti, eins og fjöldi ágætustu
vitmanna í Bandarikjunum. Birtust þær I “Masses,” verka-
manmatímariti, er loks var gert upptækt í stríðsæðinu..
Furðar mann einna mest á því, eftir lesturinn, að höf. skyldi
ekki hljóta að launum æfilanga fangeisisvist, eða að minsta
kosti tjörgun og fiðrun, eins og þá gekk til. Bn aldur hans
og þó líklega fremur álit, hefir eitt getað bjargað honum.
Pær samræðurnar, sem nýjastar eru af nálinni. (bókin
kom út 1927), munu flestar hafa birzt í “New Masses,”
tímariti, er reis af rústum “Masses.”
8. H. f. H.
(DROTTINN stendur á efri baksvölum alheimsins
og horfir í gaupnir sér. ST. PÉTUR kemur inn.)
Drottinn: Jæja, Pétur, hvaö er þár á 'höndum?
St. Pétur: Eg hefi týnt sál.
Drottinn: Já ?
St. Pétur: Eg hefi týnt sál, segi eg.
Drottinn: Þaö gerir ekkert. tlvernig vildi þaö til ?