Saga: missirisrit - 01.12.1928, Page 62
182
S A G A
Drottinn: Einmitt. Þú skalt ekki morg fremja.
Elskaði hann hinn óbreytta alþýöumann Bandamanna
meira en hina óbreyttu þýzku alþýðumenn?
St. Pétur: O, eg held aö hann hafi nú ekkert um þaö
hugsaö.
Drottinn: Hvers vegna þá aö búa til skotfæri til þess
að drepa Þjóðverja?
St. Pétur: Ja, sérðu. Bandamenn borguöu honum vel;
og svo bægðu þeir honurn frá aö verzla við Þjóðverja.
Drottinn: En að því er hann snerti, þá þótti hon-
mn 'blóðpeningarnir góðir, hvaðan sem þeir komu?
St. Pétur: Hann tók ekki sjálfur þátt í ófriðnum.
Drottinn: Nei, eg skil. Hann var óhultur. Hann
tók að eins peninga þeirra.
St. Pétur: Já.
Drottinn: Til þess að gefa kirkjunum?
St. Pétur: Ja, nokkuð af þeim, og sumt hungruðum
ekkjum og munaðarleysingjum.
Drottinn: Sem fjölgaði fyrir tilstyrk hans?
St. Pétur: Já.
Drottinn: Mér er ekki um að láta þessa sál leika laus-
um hala hér á himnum. 1 hvorri hendinni hafðirðu hana?
St. Pétur: Þessari hérna—
Drottinn : Lofaðu mér að sjá (Drottinn skoðar vand-
lega dálitla stund.J. Hérna er hún.
St. Pétur: Hvar? Eg sé hana ekki.
Drottinn: Nei, þú sérð ekki eins vel og mitt alsjá-
andi auga. Gáðu vel að; þarna. Undir nöglinni á þér,
óhreininda-ögnin þarna.
St. Pétur: Ó, já, þarna er hún.
Drottinn: Pétur, haltu henni fast þarna og farðu út
fyrir vegg, langt út'í víðerni ómælisdjúpanna. Kastaðu